KEA hefur keypt tæplega 12% eignarhlut í flugfélaginu Norlandair á Akureyri. Fyrir átti KEA rúmlega 10% hlut og er nú orðið næst stærsti hluthafi félagsins með tæplega 22% eignarhlut. Norlandair var stofnað árið 2008 og er með 6 flugvélar í rekstri sem sinna útsýnisflugi, áætlunarflugi á Grímsey, þórshöfn, Vopnafjörð og Grænland, ásamt því að sinna leiguflugi á Íslandi og Grænlandi. Félagið er með höfuðstöðvar á Akureyri og hjá því vinna 24 starfsmenn.