17. apríl, 2004
Kaupfélag Eyfirðinga svf. efnir til málþings með yfirskriftinni: Vaxtarsamningur fyrir Eyjafjarðarsvæðið aðild KEA að nánari úrvinnslu og aðgerðum í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju miðvikudaginn 28. apríl kl. 18 til 20.
Framsöguerindi á fundinum flytur Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðKaupfélag Eyfirðinga svf. efnir til málþings með yfirskriftinni: Vaxtarsamningur fyrir Eyjafjarðarsvæðið aðild KEA að nánari úrvinnslu og aðgerðum í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju miðvikudaginn 28. apríl kl. 18 til 20.
Framsöguerindi á fundinum flytur Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Að því loknu verða pallborðsumræður þar sem auk ráðherra taka þátt:
Halldór Jónsson, forstjóri FSA
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri
Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðurmjólkur og stjórnarformaður Matvælaseturs HA
Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA
Benedikt Sigurðsson, formaður stjórnar KEA
Samantekt í lok pallborðs: Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA
Stjórnandi pallborðsumræðna: Birgir Guðmundsson, blaðamaður og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri.
Fundurinn er öllum opinn og er fólk hvatt til þess að fylgjast með og taka þátt í áhugaverðum umræðum.