KEA býður til sumarhátíðar á Glerártorgi 30. apríl

Laugardaginn 30. apríl stendur KEA fyrir sumarhátíð á Glerártorgi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Með þessari hátíð vill KEA styðja við bakið á kröftugu menningarlífi á svæðinu um leið og fólki er boðið að koma og njóta. Vert er að vekja sérstaklega athygli á því að við þetta tækifærLaugardaginn 30. apríl stendur KEA fyrir sumarhátíð á Glerártorgi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Með þessari hátíð vill KEA styðja við bakið á kröftugu menningarlífi á svæðinu um leið og fólki er boðið að koma og njóta. Vert er að vekja sérstaklega athygli á því að við þetta tækifæri verða afhentir styrkir úr bæði Háskólasjóði KEA og Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Dagskráin sumarhátíðarinnar verður sem hér segir: Kl. 13.30 – Kvennakór Akureyrar “ 13.45 – Nemendur úr Grenivíkurskóla flytja lagasyrpu frá gullaldarárum Sjallans “ 14.05 – Djasskombo Tónlistarskóla Eyjafjarðar “ 14.20 – Sigurvegarar í stóru upplestrarkeppninni í Eyjafirði lesa ljóð “ 14.30 – Idolsöngkonan Lisebet Hauksdóttir – Lísa “ 14.45 – Rígurinn – nokkur lög úr samnefndum rokksöngleik “ 15.00 – Karlakór Akureyrar-Geysir “ 15.15 - Djasshópurinn “Tveir fjórðu” – sönghópur nemenda úr Tónlistarskólanum á Akureyri “ 15.30 – Afhending styrkja úr Háskólasjóði KEA “ 15.40 – ÓB-kvartettinn frá Siglufirði “ 16.00 – Afhending styrkja úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA “ 16.25 – Vipepe Marimba hljómsveitin úr Hafralækjarskóla KEA hvetur alla til þess að mæta í sumarskapi á Glerártorg og njóta þess sem þar verður á borð borið. Þetta er í þriðja skipti sem KEA stendur fyrir slíkri menningaruppákomu á Glerártorgi og ávallt hefur hún verið afar fjölsótt. Þess er vænst að svo verði einnig nú.