12. apríl, 2004
Kaupfélag Eyfirðinga býður til menningarveislu í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi nk. laugardag, 17. apríl, og hefst dagskráin kl. 13.30. KEA svf. efndi í fyrsta skipti í fyrra til slíkrar menningarhátíðar á Glerártorgi og tókst hún einstaklega vel. Fullt var út úr dyrum og var það mál húsvarða á GlKaupfélag Eyfirðinga býður til menningarveislu í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi nk. laugardag, 17. apríl, og hefst dagskráin kl. 13.30. KEA svf. efndi í fyrsta skipti í fyrra til slíkrar menningarhátíðar á Glerártorgi og tókst hún einstaklega vel. Fullt var út úr dyrum og var það mál húsvarða á Glerártorgi að ekki hefðu fleiri komið í verslunarmiðstöðina frá því að hún var opnuð. Í ljósi þess að viðtökur voru svo gríðarlega góðar var ákveðið að halda áfram á sömu braut og nú hefur verið skipulögð viðamikil dagskrá, sem byggir á uppákomum listafólks á öllum aldri á félagssvæði KEA. Með því að efna til menningarveislunnar á Glerártorgi vill KEA styðja við bakið á fjölþættu menningarlífi á svæðinu og bjóða fólki að njóta þess sem á borð verður borið nk. laugardag.
Dagskráin er sem hér segir:
Freyvangsleikhúsið - atriði úr Ronju ræningjadóttur
Tónlistarhópurinn Fjörfiskar á Dalvík
Kór Akureyrarkirkju syngur nokkur lög
Heimir Bjarni Ingimarsson - fulltrúi VMA og silfurverðlaunahafi í Söngkeppni framhaldsskólanna
Tríóið Lostanganzeles (skipað þremur ungum piltum)
Ljóðalestur - sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar í Eyjafirði 2004
- Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, Húsabakkaskóla
- Magnús Arturo Batista, Síðuskóla
- Jósefína Elín Þórðardóttir, Grenivíkurskóla
Hljómsveitin Skytturnar
Leikfélag VMA - atriði úr leikritinu Honk!
Karlakór Eyjafjarðar syngur nokkur lög
Nomwe Marimba - tónlistarhópur nemenda úr Hafralækjarskóla í Aðaldal