16. apríl, 2003
Kaupfélag Eyfirðinga svf. býður til menningarveislu í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri laugardaginn 26. apríl. kl. 14 og þar verður starfsemi félagsins einnig kynnt.
Í þessari sannkölluðu menningarveislu, þar sem unga fólkið verður í öndvegi, koma eftirtaldir fram:
Chicago Kaupfélag Eyfirðinga svf. býður til menningarveislu í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri laugardaginn 26. apríl. kl. 14 og þar verður starfsemi félagsins einnig kynnt.
Í þessari sannkölluðu menningarveislu, þar sem unga fólkið verður í öndvegi, koma eftirtaldir fram:
Chicago atriði úr sýningu Leikfélag Menntaskólans á Akureyri á söngleiknum Chicago.
Káinn atriði úr uppfærslu Freyvangsleikhússins á leikritinu um Káinn.
Hljómsveitin Douglas Wilson ásamt Stefáni Jakobssyni, nemanda í VMA, sem sló í gegn í söngkeppni framhaldsskólanna í vetur.
Djasshljómsveitin Hrafnaspark.
Búkolla atriði úr uppfærslu leikhópsins Hálfur hrekkur í dós á Búkollu.
Dansfélag MA félagar í Dansfélagi MA Prima bregða á leik.
Grease söngatriði úr uppfærslu VMA á söngleiknum Grease.