21. október, 2002
Stjórnarformaður KEA hefur sent bréf til bæjar- og sveitarstjórna á félagssvæði KEA þar sem boðað er til kynningarfunda dagana 21.-25. október um málefni KEA. Á þessum fundum verður samvinnufélagið KEA kynnt og sá starfsrammi sem félaginu hefur verið settur með nýjum samþykktum. Í bréfi Benedikts SiStjórnarformaður KEA hefur sent bréf til bæjar- og sveitarstjórna á félagssvæði KEA þar sem boðað er til kynningarfunda dagana 21.-25. október um málefni KEA. Á þessum fundum verður samvinnufélagið KEA kynnt og sá starfsrammi sem félaginu hefur verið settur með nýjum samþykktum. Í bréfi Benedikts Sigurðarsonar, stjórnarformanns KEA, til bæjar- og sveitarstjórna á félagssvæðinu segir m.a.:
Stjórn KEA hefur ákveðið að vinna að kynningu á stefnumörkun og hlutverki félagsins um leið og leitað er markvisst eftir samstarfi um álitleg verkefni til hagsbóta fyrir félagssvæðið. Í því skyni er sveitarstjórnum og starfsmönnum við atvinnuþróun sveitarfélaga boðið til kynningarfunda dagana 21. 25. október. Auk þess eru fulltrúar fyrirtækja og fjárfesta velkomnir til þessarra funda.
Fundir verða skipulagðir þannig að boðið verður til eins fundar á svæði hverrar félagsdeildar.
Á fundinum mun stjórn KEA kynna breytt hlutverk félagsins og gera grein fyrir stefnumótun þess og áherslum. Jafnframt mun stjórn viðkomandi félagsdeildar taka þátt í samræðum um staðbundin verkefni og áherslur í fjárfestingum og stuðning félagsins við framfaramál.
Tímasetning kynningarfundanna:
Mánudagur 21. október kl. 20.30 Þelamerkurskóli
Miðvikudagur 23. október kl. 12 Hótel KEA, Akureyri
Miðvikudagur 23. október kl. 20.30 Breiðumýri, Reykjadal
Fimmtudagur 24. október kl. 17 Hús aldraðra við Bylgjubyggð, Ólafsfirði
Fimmtudagur 24. október. 20.30 Valsárskóli, Svalbarðseyri