KEA auglýsir eftir markaðs- og kynningarfulltrúa

Mannafl-Liðsauki hefur fyrir hönd KEA auglýst stöðu markaðs- og kynningarfulltrúa KEA lausa til umsóknar. Auglýsingin, sem birtist í Morgunblaðinu og á heimasíðu Mannalfs, um liðna helgi, er á þessa leið: "KEA óskar eftir að ráða kraftmikinn og metnaðarfullan einstakling til starfa á Akureyri. UMannafl-Liðsauki hefur fyrir hönd KEA auglýst stöðu markaðs- og kynningarfulltrúa KEA lausa til umsóknar. Auglýsingin, sem birtist í Morgunblaðinu og á heimasíðu Mannalfs, um liðna helgi, er á þessa leið: "KEA óskar eftir að ráða kraftmikinn og metnaðarfullan einstakling til starfa á Akureyri. Um er að ræða nýtt starf sem er afar fjölbreytt og felur í sér verkefni tengd innri og ytri markaðsmálum. Mikilvægt er að starfsmaðurinn geti hafið störf fljótlega. Starfssvið: Þjónusta og samskipti við félagsmenn Utanumhald félagsmannakorts Öflun viðskiptakjara fyrir félagsmenn Skipulagning viðburða og annars kynningarstarfs Umsjón með heimasíðu félagsins Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun skilyrði Haldgóð reynsla sem nýtist í starfið Góð tölvu- og íslenskukunnátta Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði Þjónustulund og fagleg framkoma KEA er fjárfestingarfélag og hefur þann megin tilgang að vinna að hagsmunum félagsmanna sinna og efla búsetu á starfssvæði félagsins. Félagsmenn eru um 7800. KEA stofnar til og fjárfestir í hlutafélögum eða fyrirtækjum sem ýmist eru að fullu í eigu KEA eða í sameign með öðrum aðilum. Félagið rekur einnig menningar- og viðurkenningarsjóð sem styður við fjölbreytt verkefni einstaklinga og félagasamtaka. Nánari upplýsingar um starfsemi KEA má nálgast á heimasíðu félagsins www.kea.is Umsjón með ráðningu: Sigríður Ólafsdóttir Jónína Guðmundsdóttir Umsóknarfrestur til og með: 25. september