KEA hefur á síðustu dögum sent KEA armkúta til leikskólabarna á félagssvæðinu sem og á alla sundstaði þess. KEA vill með sendingu þessari stuðla að auknu öryggi barna á sundstöðum í sumar en gert er ráð fyrir að kútarnir verði boðnir yngstu sundlaugargestunum til afnota.
Með armkútunum fylgja upplýsingar um öryggisleiðbeiningar á sundstöðum en Slysavarnarfélagið tók þessa punkta saman fyrir KEA. Mikil ánægja hefur verið með kútana og á meðfylgjandi mynd má sjá börn á leikskólanum Hólmasól taka við sendingunni frá KEA.