20. júní, 2011
Þann 19. Júní 1886 var Pöntunarfélag Eyfirðinga, síðar Kaupfélag Eyfirðinga stofnað á Grund í Eyjafirði.
KEA eins og félagið heitir nú fagnar því 125 ára afmæli sínu í ár. Félagið hefur lifað tímana tvenna og
það eru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi sem hafa náð þessum aldri og eru þau líklega teljandi á fingrum annarrar handar. Saga KEA
er merk en henni voru gerð góð skil í margmiðlunarformi á 120 ára afmæli félagsins en þá var öllum félagsmönnum
sendir diskar með sögu KEA en þetta efni er einnig aðgengilegt á heimasíðu félagsins.