Jón Arnþórsson og Benedikt Sigurðarson kynna styrktarsamning KEA við Iðnaðarsafnið á Akureyri. Mynd: Kristján Kristjánsson/Morgunblaðið
Næstu þrjú ár mun Kaupfélag Eyfirðinga svf. styrkja starfsemi Iðnaðarsafnsins á Akureyri um þrjár milljónir króna eina milljón króna á ári. Þetta var staðfest með undirskrift samnings KEA og Iðnaðarsafnsins í dag. Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA svf., undirritaði samninginn af hálfu KNæstu þrjú ár mun Kaupfélag Eyfirðinga svf. styrkja starfsemi Iðnaðarsafnsins á Akureyri um þrjár milljónir króna eina milljón króna á ári. Þetta var staðfest með undirskrift samnings KEA og Iðnaðarsafnsins í dag. Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA svf., undirritaði samninginn af hálfu KEA en Jón Arnþórsson fyrir hönd Iðnaðarsafnsins.
Iðnaðarsafnið á Akureyri hefur byggst hratt upp á undanförnum árum. Allan heiður af þeirri uppbyggingu á Jón Arnþórsson, sem af mikilli elju og þrautseigju hefur aflað óteljandi véla og hluta sem tengjast á einn eða annan hátt atvinnusögu Akureyrar. Hann hóf söfnun á munum tengdum iðnfyrirtækjum fyrri tíma á Akureyri fyrir ellefu árum, en Iðnaðarsafnið var síðan opnað formlega 17. júní 1998. Til að byrja með var safnið í gamla Hekluhúsinu á Gleráreyrum, en nú síðast hefur það haft aðsetur í Sjafnarhúsinu við Austursíðu. Nú sér fyrir endann á húsnæðisþrengingum Iðnaðarsafnsins því safninu hefur nú verið fundinn framtíðarstaður í húsnæði á Krókeyri sem Akureyrarbær á, en umhverfisdeild bæjarins hafði áður til umráða. Jafnfamt verður unnt að stækka safnið verulega.
Í samningi Kaupfélags Eyfirðinga við Iðnaðarsafnið er m.a. gert ráð fyrir að safnið setji upp og viðhaldi sérstakri deild sem helguð er atvinnusögu KEA og sérstakt kynningarefni um KEA verði þar gert aðgengilegt.
Kaupfélag Eyfirðinga mun láta Iðnaðarsafninu í té áhöld og muni sem félagið nýtir ekki í sinni starfsemi en geta komið safninu að notum.
KEA lýsir vilja til að vinna að því með Jóni Arnþórssyni að afla Iðnaðarsafninu á Akureyri frekari stuðnings og nægilegs rekstrarfjár til frambúðar. Áður hefur KEA stutt fjárhagslega við uppbyggingu Iðnaðarsafnsins, árið 1993 og aftur 1998.