Kaupfélag Eyfirðinga svf. hefur selt 10% hlut sinn í Samherja hf.

Kaupfélag Eyfirðinga svf. seldi þann 30. mars 2005 allan hlut sinn í Samherja hf. Nafnvirði hlutarins var kr. 166.000.000 sem svarar til 10% af heildarhlutafé Samherja. Sölugengi hlutarins er 12,1 og er söluverð því kr. 2.008.600.000. Gert er ráð fyrir að aðalfundur Samherja fyrir árið 2004 samþykkiKaupfélag Eyfirðinga svf. seldi þann 30. mars 2005 allan hlut sinn í Samherja hf. Nafnvirði hlutarins var kr. 166.000.000 sem svarar til 10% af heildarhlutafé Samherja. Sölugengi hlutarins er 12,1 og er söluverð því kr. 2.008.600.000. Gert er ráð fyrir að aðalfundur Samherja fyrir árið 2004 samþykki að greiða 30% arð og mun hann koma í hlut seljanda. Hlutur Kaupfélagsins í Samherja var færður í bókum félagsins um síðastliðin áramót á markaðsgengi sem var 11,1. Sala hlutarins nú myndar því hagnað að fjárhæð 166 millj. kr. sem mun færast á meðal rekstrartekna félagsins á árinu 2005. Auk þess nemur fyrirhuguð arðgreiðsla til Kaupfélagsins tæplega 50 millj. kr. 30. mars varð ljóst að stærstu eigendur og stjórnendur Samherja höfðu skapað sér skyldu til að gera öðrum hluthöfum tilboð um yfirtöku á þeirra hlut. Einnig kom fram vilji þeirra til að taka félagið af skrá Kauphallar. Í þessari stöðu var besti kostur Kaupfélagsins að bjóða sinn hlut strax til sölu. Kaupfélagið keypti 10% hlut í Samherja í september 2004 og var meginmarkmið með þeim kaupum að viðhalda traustu eignarhaldi á Samherja á Norðurlandi. Sala hlutarins nú er í góðu samræmi við þetta markmið og vill stjórn Kaupfélags Eyfirðinga óska eigendum Samherja góðs gengis í rekstri félagsins.