Í dag var tilkynnt um samruna Kaldbaks fjárfestingarfélags hf.og Hlutabréfasjóðs Íslands, sem hefur verið vistaður hjá Íslenskum verðbréfum á Akureyri. Samruninn er gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafunda félaganna. SamrunÍ dag var tilkynnt um samruna
Kaldbaks fjárfestingarfélags hf.og
Hlutabréfasjóðs Íslands, sem hefur verið vistaður hjá Íslenskum verðbréfum á Akureyri. Samruninn er gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafunda félaganna. Samruninn miðast við 1. júlí 2002 og munu hluthafar í Hlutabréfasjóði Íslands hf. fá afhent hlutabréf í Kaldbaki fjárfestingarfélagi hf. að nafnverði 0,475 krónur fyrir hverja 1,00 krónu sem þeir eiga að nafnverði í Hlutabréfasjóði Íslands hf.
Í tilkynningu félaganna til Kauphallar Íslands í dag segir orðrétt:
Nú liggur fyrir að Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. muni óska eftir skráningu í Kauphöll Íslands og er sú vinna í undirbúningi og er stefnt að því að hlutabréf Kaldbaks verði skráð í Kauphöll Íslands í lok nóvember eða byrjun desember. Um leið verður óskað eftir afskráningu hlutabréfa Hlutabréfasjóðs Íslands hf. úr Kauphöll Íslands enda verða hluthafar þá búnir að fá hlutabréf í Kaldbaki.
Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Kaldbaks telur að hér sé stigið framfaraspor hvað bæði félögin varðar. Hlutabréfasjóðir hafa verið að missa hlutdeild í sparnaði sérstaklega vegna skattalegra ástæðna og hafa margir hlutabréfasjóðir minnkað síðustu misseri. Með þessari sameiningu styrkist eigið fé Kaldbaks og hæfi félagsins til þess að geta tekið þátt í stærri fjárfestingarverkefnum eykst og er þetta mjög jákvæður liður í frekari framþróun Kaldbaks.
Sævar Helgason, stjórnarformaður Hlutabréfasjóðs Íslands hf. segist ánægður með fyrirhugaðan samruna félaganna. Minni fjárfestingarfélög hafa ekki þótt aðlaðandi fyrir fagfjárfesta og því hafa þessir hefðbundu hlutabréfasjóðir verið að minnka á undanförnum árum og á þessu ári mun skattaafslætti vegna hlutabréfakaupa einstaklinga ljúka. Kaldbakur er öflugt fjárfestingarfélag sem ætlar sér og getur gert stóra hluti og sameinað félag býður því upp á mun meiri möguleika til fjárfestinga heldur en HÍ hefur möguleika á í dag. Haldið verður uppi viðskiptavakt á Kaldbaki á sama hátt og gert var með Hlutabréfasjóð Íslands.