27. mars, 2003
Hagnaður Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. á árinu 2002, sem jafnframt er fyrsta heila starfsár félagsins, var 824 milljónir króna eftir skatta. Þar af var 500 milljóna króna óinnleystur hagnaður af verðbréfum.
Heildareignir Kaldbaks voru 9.293 milljónir króna í árslok 2002 miðað við 7.029 milljóniHagnaður Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. á árinu 2002, sem jafnframt er fyrsta heila starfsár félagsins, var 824 milljónir króna eftir skatta. Þar af var 500 milljóna króna óinnleystur hagnaður af verðbréfum.
Heildareignir Kaldbaks voru 9.293 milljónir króna í árslok 2002 miðað við 7.029 milljónir króna í ársbyrjun 2002 eftir yfirfærslu eigna og skulda. Eigið fé félagsins í árslok 2002 var 5.191 milljón króna samanborið við 2.629 milljónir króna í ársbyrjun 2002. Eiginfjárhlutfall félagsins var 56% í árslok 2002 en var 37% í ársbyrjun 2002.
Skuldir voru samtals 4.102 milljónir króna í árslok 2002. Skuldir og eigið fé voru því samtals 9.293 milljónir króna í lok ársins 2002 samanborið við 7.209 milljónir króna í ársbyrjun.
Í tilkynningu frá Kaldbaki segir, að stjórn og kjölfestueigendur Kaldbaks leggi á það áherslu að áfram verði unnið að stækkun Kaldbaks með aðkomu nýrra eigenda að félaginu. Í því sambandi standi fyrir dyrum kynning á félaginu fyrir fagfjárfestum þar sem þeim verði boðin aðkoma að félaginu. Áfram verði unnið að því að einfalda eignasafn félagsins þannig að meðferð og umsjón eigna félagsins verði skilvirkari og það hæfara til þátttöku í stórum verkefnum.
Stærstu eigendur félagsins KEA svf., Samherji hf. og Lífeyrissjóður Norðurlands.