07. maí, 2004
Hagnaður af rekstri Kaldbaks hf. á tímabilinu nam 1.643 mkr. fyrir reiknaða skatta. Hagnaður af rekstri Kaldbaks hf. á tímabilinu nam 1.407 mkr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta samanborið við 216 mkr. tap á sama tímabili í fyrra. Innleystur hagnaður nam 717 mkr. samanborið við 13 mkr. hagnHagnaður af rekstri Kaldbaks hf. á tímabilinu nam 1.643 mkr. fyrir reiknaða skatta. Hagnaður af rekstri Kaldbaks hf. á tímabilinu nam 1.407 mkr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta samanborið við 216 mkr. tap á sama tímabili í fyrra. Innleystur hagnaður nam 717 mkr. samanborið við 13 mkr. hagnað á sama tímabili í fyrra.
Heildareignir Kaldbaks hf. voru í lok tímabilsins 13.829 mkr. samanborið við 14.263 mkr. í marslok 2003. Eigið fé félagsins var 9.286 mkr. samanborið við 8.495 mkr. í marslok 2003. Skuldir og skuldbindingar námu samtals 4.543 mkr. í lok tímabilsins þannig að samtals skuldir og eigið fé námu 13.829 mkr.
Eignir í skráðum hlutabréfum námu 8.938 mkr. en eignarhlutar í óskráðum hlutabréfum námu 2.707 mkr. Skuldabréf og verðbréfasjóðir námu 1.024 mkr. og aðrar eignir námu samtals 1.159 mkr. í lok tímabilsins.
Á tímabilinu seldi Kaldbakur hf. eignarhlut sinn í Íslandsbanka hf. en keypti rúmlega 8% eignarhlut í Norðurljósum hf. og alla eignarhluti í breska útgerðarfyrirtækinu Boyd Line Management Services Ltd. Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp að lögum um eignarhald á fjölmiðlum. Ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt þýðir það miklar forsendurbreytingar fyrir fjárfestingu Kaldbaks hf. í Norðurljósum til hins verra. Fjárfesting Kaldbaks hf. í Norðurljósum í samhengi við heildareignir félagsins er þó ekki með þeim hætti að um veruleg áhrif sé að ræða á efnahag félagsins.
Á aðalfundi félagsins þann 15. mars s.l. var samþykkt að greiða arð sem nemur 35% af nafnverði hlutafjár og er útgreiðsla arðsins þann 28. maí n.k. Ennfremur var stjórn félagsins veitt heimild til aukningnar hlutafjár félagsins um allt að 300 mkr.
Þau félög sem mynda stóran hluta af eignasafni félagsins hafa birt ársuppgjör fyrir 2003 og metur stjórn horfur í rekstri þeirra viðunandi. Stærstu eignarhlutar Kaldbaks hf. eru 33% eignarhlutur í Tryggingamiðstöðinni og 18% í Samherja. Afkoma Kaldbaks hf. er mikið háð þeim breytingum sem verða á markaðsvirði þessara hlutabréfa.
Eins og áður hefur komið fram hefur Kaldbakur hf. í auknu mæli litið til erlendra markaða varðandi fjárfestingartækifæri. Vonir eru bundnar við að á árinu muni félagið ná árangri í þeirri ætlan sinni að auka vægi erlendra verkefna í eignasafni Kaldbaks. Verkefni félagsins munu að meirihluta til verða á Íslandi í náinni framtíð og er það mat Kaldbaks hf. að á innanlandsmarkaði séu nokkur áhugaverð verkefni sem hentað gæti núverandi fjárfestingarstefnu félagsins, t.a.m. stendur Kaldbakur hf. ásamt meðfjárfestum að yfirtökutilboði í Síldarvinnsluna hf.
Fyrir dyrum liggur stefnumótunarvinna stjórnar félagsins sem taka mun á öllum almennum þáttum í starfsemi félagsins. Niðurstaða þeirrar vinnu verður kynnt þegar hún liggur fyrir en stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið fyrir lok þessa mánaðar.