Fulltrúar Íslandsbanka hf., KEA svf. og Kaldbaks fjárfestingafélags á skrifstofu KEA í dag. Ingi Björnsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, og Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA svf., kynntu samninginn á fundi með fréttamönnum í dag.
Í dag var undirritaður samningur Kaupfélags Eyfirðinga svf., Kaldbaks fjárfestingafélags hf. og Íslandsbanka hf. um að bankinn taki við rekstri Innlánsdeildar KEA frá og með 20. september nk. Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, segir að nú þegar hafi KEA og Íslandsbanki sent öllum þeim 1100Í dag var undirritaður samningur Kaupfélags Eyfirðinga svf., Kaldbaks fjárfestingafélags hf. og Íslandsbanka hf. um að bankinn taki við rekstri Innlánsdeildar KEA frá og með 20. september nk. Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, segir að nú þegar hafi KEA og Íslandsbanki sent öllum þeim 1100 aðilum sem hafa átt innistæður í Innlánsdeild KEA bréf þar sem þessi breyting hafi verið kynnt. Benedikt segir að með þeim miklu breytingum sem hafi orðið á rekstri KEA á síðustu mánuðum sé ekki lengur grundvöllur fyrir rekstri innlánsdeildar, enda sé félagið ekki lengur með eiginlegan rekstur á sinni könnu. Benedikt leggur áherslu á að í samkomulaginu felist að fyrrum viðskiptavinir Innlánsdeildar KEA njóti sömu kjara hjá Íslandsbanka og innlánsdeildinni.
Í sameiginlegri fréttatilkynningu Íslandsbanka, Kaldbaks og KEA í segir orðrétt:
Starfsemi Íslandsbanka á Akureyri er umfangsmikil og hefur vaxið umtalsvert að undanförnu. Útibúi eru á tveimur stöðum, í Skipagötu og Hrísalundi. Bankinn veitir alhliða bankaþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og félög, svo sem inn- og útlánastarfsemi, verðbréfaviðskipti, gjaldeyrisviðskipti, fjárfestingalán o.fl.
Með samningnum við KEA og Kaldbak er nú um 1.100 viðskiptavinum innlánsdeildar boðið að koma og nýta sér þjónustuframboð bankans. Það er trú samningsaðila að viðskiptavinir muni njóta þess að framboð einstakra þátta í fjármálaþjónustu er eðlilega mun meira hjá bankanum en hægt var að veita hjá KEA, sem ekki hafði fjármálaþjónustu að meginstarfsemi. Íslandsbanki mun leggja sig fram við að þjónusta viðskipti Innlánsdeildar KEA af sömu kostgæfni og verið hefur og vænta samningsaðilar þess að samningurinn verði til hagsbóta fyrir viðskiptavini innlánsdeildarinnar í framtíðinni.
Innistæður um 1100 aðila í Innlánsdeild KEA nema tæpum hálfum milljarði króna. Eins og áður segir færast þessar innistæður til Íslandsbanka þann 20. september nk. Eigenda sparifjárins er síðan að ákveða hvort þeir halda viðskiptum sínum áfram við Íslandsbanka eða flytja viðskiptin til annarra fjármálastofnana.