19. febrúar, 2003
A morgun, fimmtudaginn 20. mars, kl. 12 verður fyrirlestur á Fiðlaranum í fundarröðinni "Í sóknarhug" , sem AFE, Íslandsbanki og KEA standa að. Á fundinn kemur Ingvi Þór Elliðason frá KPMG í Reykjavík og flytur erindi um árangursmat fyrirtækja. Ingvi er skemmtilegur fyrirlesari og sýnir á lifandi hA morgun, fimmtudaginn 20. mars, kl. 12 verður fyrirlestur á Fiðlaranum í fundarröðinni "Í sóknarhug" , sem AFE, Íslandsbanki og KEA standa að. Á fundinn kemur Ingvi Þór Elliðason frá KPMG í Reykjavík og flytur erindi um árangursmat fyrirtækja. Ingvi er skemmtilegur fyrirlesari og sýnir á lifandi hátt hvernig raunhagnaður fyrirtækja er metinn og hvaða forsendur skipta máli í því sambandi. Sýnt verður virðistré og verðmatsútreikningar í Excell. Í lokin gefst tækifæri til umræðna og spurninga til Ingva.
Fundargjald er 1.500 kr og innifalið er létt máltíð og kaffi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Siggu í síma 460 5700 eða afe@afe.is.
Með vinsemd og virðingu,