03. apríl, 2003
Deildarfundur Akureyrardeildar KEA verður haldinn í Ketilhúsinu á Akureyri miðvikudaginn 9. apríl kl. 16-19. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður þema fundarins: Háskólinn á Akureyri tæki til að fjölga tækifærum og efla byggð. Frummælendur á fundinum verða m.a. Bjarni Hjarðar, deildarstDeildarfundur Akureyrardeildar KEA verður haldinn í Ketilhúsinu á Akureyri miðvikudaginn 9. apríl kl. 16-19. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður þema fundarins: Háskólinn á Akureyri tæki til að fjölga tækifærum og efla byggð. Frummælendur á fundinum verða m.a. Bjarni Hjarðar, deildarstjóri rekstrardeildar HA, Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og aðjúnkt við HA, dr. Grétar Eyþórsson, Rannsóknastofnun HA, og Jóna Jónsdóttir, kynningarfulltrúi HA
Hljómsveitin Ókyrrð flytur nokkur frumsamin lög Bjarna Hafþórs Helgasonar fyrir fundargesti.
Allt áhugafólk er hvatt til að mæta og taka þátt í fróðlegum umræðum. Á fundinum gefst fólki kostur á að ganga í KEA svf. án endurgjalds.