31. ágúst, 2005
KEA hagnaðist um 198 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins, að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Hreinar rekstrartekjur félagsins á fyrri árshelmingi námu 338 milljónum króna og rekstrargjöldin voru 74 milljónir króna. Veltufé frá rekstri nam þremur milljónum á tímabilinu.
Í árshlutareikninKEA hagnaðist um 198 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins, að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Hreinar rekstrartekjur félagsins á fyrri árshelmingi námu 338 milljónum króna og rekstrargjöldin voru 74 milljónir króna. Veltufé frá rekstri nam þremur milljónum á tímabilinu.
Í árshlutareikningi kemur fram að hagnaður af reglulegri starfsemi KEA fyrir skatta hafi verið 236 milljónir, en reiknaðir skattar eru 38 milljónir króna. Félagið veitti 28 milljónir króna í styrki á tímabilinu, þar vegur úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA á vordögum þyngst.
Fram kemur í árshlutareikningnum að fastafjármunir félagsins hafi verið 4,6 milljarðar 30. júní sl. og veltufjármunir 430 milljónir. Eignir samtals hafi því numið röskum fimm milljörðum króna. Skammtímaskuldir voru bókfærðar 151 milljón króna, langtímaskuldir og skuldbindingar tæplega 670 milljónum og eigið fé var því 4,2 miljarðar króna og eiginfjárhlutfall 84%.
Fram kemur í tilkynningu KEA til Kauphallar Íslands að á tímabilinu hafi KEA selt hlut sinn í Samherja og bókfærður söluhagnaður fyrir reiknaða skatta af þeim viðskiptum hafi numið 166 milljónum króna.