Hagnaður KEA á síðasta ári nam 467 milljónum króna eftir skatta en var 227 milljónir árið áður. Tekjur námu tæpum 650 milljónum króna og hækkuðu um 250 milljónir á milli ára. Eigið fé er nú rúmir 5,3 milljarðar króna og heildareignir tæpir 6 milljarðar.
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri
„Niðurstaða síðasta árs er viðunandi. Flest þeirra fyrirtækja sem KEA á eignarhluti í gengu
vel á síðasta ári og endurspeglast það í um 350 milljóna króna jákvæðri gangvirðisbreytingu fjáreigna.
Fjárfest var í fyrirtækjum fyrir um hálfan milljarð króna á síðasta ári. KEA hefur enn töluvert af sínum eignum
í lausu fé sem bíður fjárfestinga í fyrirtækjum og á meðan svo er hefur það nokkur áhrif á arðsemi félagsins
þar sem ávöxtun af lausu fé er ekki sérlega há. Arðsemi eigenda félagsins er mjög góð sé einnig horft til þeirra
viðskiptakjara sem eigendur njóta í gegnum KEA kortið en áætluð afkoma af þeim viðskiptakjörum er 400-450 milljónir króna umfram
reikningshaldslega afkomu á síðasta ári“.