Hagnaður af rekstri KEA svf. fyrstu sex mánuði ársins

Hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga svf. fyrstu sex mánuði ársins og nam hann 180 milljónum króna að teknu tilliti til skatta og annarra tekna, skamkvæmt óendurskoðuðu árhlutauppgjöri félagsins. Rekstrargjöld fyrir afskriftir og vexti námu 4 milljónum króna. Rekstrartap fyrir fjármagnsHagnaður varð af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga svf. fyrstu sex mánuði ársins og nam hann 180 milljónum króna að teknu tilliti til skatta og annarra tekna, skamkvæmt óendurskoðuðu árhlutauppgjöri félagsins. Rekstrargjöld fyrir afskriftir og vexti námu 4 milljónum króna. Rekstrartap fyrir fjármagnsliði nam 4 milljónum króna. Fjármagnstekjur umfram fjármunagjöld námu 188 milljónum króna og vegur þar þyngst söluhagnaður af hlutabréfum í Kaldbaki fjárfestingarfélagi hf. Veltufé til rekstrar nam 7 milljónum króna. Bókfært eiginfjárhlutfall er 66%. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á tilgangi og starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga frá fyrra ári. Í upphafi árs tók Kaldbakur fjárfestingarfélag við öllum eignum og skuldbindingum Kaupfélags Eyfirðinga en á móti eignaðist Kaupfélag Eyfirðinga hlutabréf í Kaldbaki fjárfestingarfélagi hf. Í mars sl. keypti Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. eigin bréf af Kaupfélagi Eyfirðinga að nafnverði 137,1 m.kr. á genginu 4.