HA tekur að sér rekstur Frumkvöðlaseturs Norðurlands

Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA og formaður stjórnar Frumkvöðlaseturs Norðurlands, og Þor…
Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA og formaður stjórnar Frumkvöðlaseturs Norðurlands, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, handsala samninginn á Akureyri í dag.
Í dag rituðu Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, og Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar Frumkvöðlaseturs Norðurlands, undir samning um að Háskólinn á Akureyri taki að sér rekstur Frumkvöðlaseturs Norðurlands, sem hefur verið starfrækt sem sjálfstætt félag frá árinu 2001. Í samkomulaginu felst rekstÍ dag rituðu Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, og Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar Frumkvöðlaseturs Norðurlands, undir samning um að Háskólinn á Akureyri taki að sér rekstur Frumkvöðlaseturs Norðurlands, sem hefur verið starfrækt sem sjálfstætt félag frá árinu 2001. Í samkomulaginu felst rekstur, þjónusta og umsjón með aðstöðu fyrir frumkvöðla á Akureyri, Dalvík og Húsavík. Gert er ráð fyrir að á Akureyri verði 5-8 vinnustöðvar fyrir frumkvöðla, 3 á Húsavík og 3 á Dalvík. Pétur Bjarnason, sem verið hefur framkvæmdastjóri Frumkvöðlaseturs Norðurlands frá því að félagið hóf starfsemi, lætur nú af því starfi. Að Frumkvöðlasetri Norðurlands standa iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Urðir ehf., sem er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga svf. og Sparisjóðs Svarfdæla, Tækifæri hf. og Nýsköpunarsjóður. Að setrinu hafa einnig komið Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri. Háskólinn á Akureyri nýtir vinnustöðvar Frumkvöðlaseturs Norðurlands fyrir nemendur sína í samræmi við nánari reglur þar að lútandi. En jafnframt tryggir Háskólinn á Akureyri að á hverjum tíma séu að lágmarki þrjár vinnustöðvar á Akureyri, ein á Dalvík og ein á Húsavík til nýtingar fyrir frumkvöðla sem ekki eru nemendur við HA. Í áðurnefndu samkomulagi kemur m.a. fram að fyrir liggi óformlegur undirbúningur að stofnun og starfrækslu frumkvöðlaaðstöðu í Skagafirði og á Austurlandi í samstarfi við Frumkvöðlasetur Norðurlands. Við þessu verkefni tekur Háskólinn á Akureyri og sinnir samkvæmt nánara samkomulagi við heimamenn. Í haust er gert ráð fyrir að hefja kennslu í frumkvöðlafræðum við Háskólann á Akureyri og verður það nám innan rekstrardeildar skólans. Fyrst um sinn verða vinnustöðvar Frumkvöðlaseturs Norðurlands áfram að Glerárgötu 36, en gert er ráð fyrir því að setrið verði til framtíðar með aðsetur í væntanlegu rannsóknahúsi HA, sem verður að óbreyttu byrjað að byggja í sumar og tekið í notkun á næsta ári. Gildistími samningsins er frá 1. júní 2003 til ársloka 2005.