Hluti fundarmanna á deildarfundinum í Þelamerkurskóla í gærkvöld. Næst á myndinni er nýkjörinn deildarstjóri Vestur-Eyjafjarðardeildar, Guðmundur Víkingsson.
Á deildarfundi hinnar nýju Vestur-Eyjafjarðardeildar KEA í gærkvöld í Þelamerkurskóla var Guðmundur Víkingsson, bóndi í Garðshorni á Þelamörk, kjörinn deildarstjóri til þriggja ára. Haukur Steindórsson, bóndi í Þríhyrningi, sem var áður deildarstjóri í áratug í félagsdeild KEA í Hörgárdal og hafði sÁ deildarfundi hinnar nýju Vestur-Eyjafjarðardeildar KEA í gærkvöld í Þelamerkurskóla var Guðmundur Víkingsson, bóndi í Garðshorni á Þelamörk, kjörinn deildarstjóri til þriggja ára. Haukur Steindórsson, bóndi í Þríhyrningi, sem var áður deildarstjóri í áratug í félagsdeild KEA í Hörgárdal og hafði setið í deildarstjórn KEA í aldarfjórðung, lét af formennsku. Bæði Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA svf. og Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri, færðu Hauki sérstakar þakkir fyrir mikil og góð störf fyrir KEA.
Deildarstjórn í Vestur-Eyjafjarðardeild er þá þannig skipuð:
Guðmundur Víkingsson, deildarstjóri, Garðshorni
Guðmundur Heiðmann, meðstjórnandi, Árhvammi
Alda Traustadóttir, meðstjórnandi, Myrkárbakka
Varamenn voru kjörnir:
Hannes Gunnlaugsson, Ytra-Brekkukoti
Oddur Gunarsson, Dagverðareyri
Á aðalfund KEA 19. júní voru kjörnir aðalmenn í deildarstjórninni, Guðmundur Víkingsson, Guðmundur Heiðmann og Alda Traustadóttir, og til vara Hannes Gunnlaugsson og Oddur Gunnarsson.
Þörf á öflugri kynningu
Það kom greinilega fram hjá fundarmönnum í Þelamerkurskóla í gærkvöld að almennt ríkir ánægja með þær breytingar sem Kaupfélag Eyfirðinga hafi gengið í gegnum. Oddur Gunnarsson á Dagverðareyri taldi að í raun hafi þessi umbylting á starfsemi félagsins, í annars vegar fjárfestingarfélag og hins vegar samvinnufélag, gengið betur en menn hafi þorað að vona. Undir það tók Haukur Steindórsson í Þríhyrningi. Þeir Oddur og Haukur voru um það sammála að nú væri verðugt verkefni að koma því vel til skila til félagsmanna í KEA og annarra að Kaupfélag Eyfirðinga væri síður en svo liðið undir lok. Þvert á móti væri félagið með meira en fullri rænu og það myndi takast á við stór verkefni á næstu misserum og árum. Oddur sagðist hafa heyrt marga tala um það að nú væri KEA endanlega búið að vera. Þeim skilaboðum yrði að koma á framfæri við fólk að þetta væri rangt og félagið myndi hafa merkilegu hlutverki að gegna á næstunni. Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA svf. tók undir þetta og sagði að áður en farið yrði í öfluga kynningu á nýju hlutverki félagsins væri mikilvægt að koma Kostakortinu svokallaða í farveg þannig að það myndi virka eins og til væri ætlast. Taldi Benedikt að vel heppnað Kostakort væri lykilatriði í því að fá nýja félagsmenn inn í KEA.