29. október, 2002
"Ég tel að fundirnir hafi verið vel heppnaðir og yfirleitt voru þeir ágætlega sóttir," segir Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, um kynningarfundina sem efnt var til í síðustu viku í Þelamerkurskóla, Ólafsfirði, Akureyri, Svalbarðseyri og Breiðumýri í Reykjadal. Á þessum fundum voru kynntar"Ég tel að fundirnir hafi verið vel heppnaðir og yfirleitt voru þeir ágætlega sóttir," segir Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, um kynningarfundina sem efnt var til í síðustu viku í Þelamerkurskóla, Ólafsfirði, Akureyri, Svalbarðseyri og Breiðumýri í Reykjadal. Á þessum fundum voru kynntar þær breytingar sem hafa orðið á starfsemi KEA á undanförnum misserum, fyrir hvað félagið stendur í dag, framtíðaráform þess o.s.frv.
Vegna ófærðar komust Siglfirðingar ekki til fundarins í Ólafsfirði í síðustu viku, en Benedikt segir ákveðið að fljótlega verði efnt til sérstaks kynningarfundar á Siglufirði fyrir bæjarstjórnarmenn þar.
Benedikt Sigurðarson segir að fundarmenn á kynningarfundunum í síðustu viku hafi sýnt starfsemi KEA mikinn áhuga og undirtekir hafi almennt verið góðar.