04. apríl, 2003
Fróðleg erindi um vega- og fjarskiptamál voru flutt á deildarfundi Austur-Eyjafjarðardeildar í Valsárskóla á Svalbarðsströnd í gærkvöld. Birgir Guðmundsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra, flutti skýrslu um vegamál í umdæminu og kom fram hjá honum að mörg stór verkefni væru í farFróðleg erindi um vega- og fjarskiptamál voru flutt á deildarfundi Austur-Eyjafjarðardeildar í Valsárskóla á Svalbarðsströnd í gærkvöld. Birgir Guðmundsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra, flutti skýrslu um vegamál í umdæminu og kom fram hjá honum að mörg stór verkefni væru í farvatninu á næstu misserum. Fjárfrekustu verkefnin sem hann nefndi er áframhaldandi uppbygging vegarins frá Húsavík með ströndinni í austur til Þórshafnar og Héðinsfjarðarjarðgöng. Þá nefndi hann aðkallandi brúarverkefni sem yrði ráðist innan fárra ára. Nefna má nýja brú á Hörgá og Skjálfandafljót.
Unnar Þór Lárusson hjá tölvuþjónustufyrirtækinu Skrín á Akureyri greindi frá því að fyrirtækið hefði kannað ýmsa möguleika á því að íbúar á Svalbarðsströnd og í Eyjafjarðarsveit fengju fastlínutengingu eða sítengingu. Ýmislegt stendur í vegi fyrir því að það sé mögulegt, en hann taldi örbylgjusamband vera um margt góðan kost sem þyrfti að skoða og þróa betur.
Á deildarfundinum í gærkvöld var deildarstjórnin endurkjörin; Páll Ingvarsson, Reykhúsum, Benjamín Baldursson, Ytri-Tjörnum, og Þórsteinn Arnar Jóhannesson, Bárðartjörn. Varamenn voru sömuleiðis endurkjörnir; Árni Sigurlaugsson, Villingadal, og Ómar Þór Ingason, Neðri-Dálksstöðum.