Jóhanni Sigtryggssyni og Jarþrúði Sveinsdóttur voru að sjálfsögðu færðir blómvendir á þessum tímamótum.
Í dag var efnt til kaffisamsætis í KEA-húsinu á Akureyri í tilefni af því að tveir starfsmenn hafa náð þeim áfanga að hafa starfað hjá KEA og tengdum fyrirtækjum í hálfa öld. Þetta eru þau Jarþrúður Sveinsdóttir og Jóhann Sigtryggsson.
Jarþrúður eða Þrúða, eins og hún er oftast kölluð, hóf störf Í dag var efnt til kaffisamsætis í KEA-húsinu á Akureyri í tilefni af því að tveir starfsmenn hafa náð þeim áfanga að hafa starfað hjá KEA og tengdum fyrirtækjum í hálfa öld. Þetta eru þau Jarþrúður Sveinsdóttir og Jóhann Sigtryggsson.
Jarþrúður eða Þrúða, eins og hún er oftast kölluð, hóf störf hjá KEA þann 1. júní 1955, en þar áður hafði hún verið í vist í sjö sumur og lokið landsprófi. Jarþrúður hóf störf í matvörudeild KEA og starfaði í verslun KEA í Höfner. Eftir að hafa starfað hjá matvörudeildinni í tvö ár færði hún sig um set þann 15. júlí 1957 á skrifstofur KEA og vann þar hin ýmsu störf, en árið 1964 hóf hún störf í fjármáladeild KEA.
Jóhann Sigtryggsson, eða Jói á Sjöunni, hóf störf hjá KEA þann 2. desember 1955 sem sendill í nýlenduvörudeildinni hjá Kristni Þorsteinssyni með 750 króna mánaðarlaun. Jóhanni líkaði strax vel hjá nýlenduvörudeildinni þar sem hann, að sögn, hafði mikla bíladellu og ekki voru margir ungir menn sem höfðu aðgang að bifreið og má geta þess að á þessum 50 árum hefur Jóhann haft til umráða 12 bifreiðar.
Jarþrúður og Jóhann hafa á undangengnum fimmtíu árum starfað með sex kaupfélagsstjórum.