Fulltrúaráð KEA kom saman til fundar á Stássinu - Greifanum á Akureyri í gærkvöld.
Á fulltrúaráðsfundi KEA á Akureyri í gærkvöld kynntu Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri, fulltrúaráðsfólki ýmis þau verkefni sem KEA hefur haft til umfjöllunar.
Benedikt kynnti stöðu mála varðandi Vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið, en sem kunnugt Á fulltrúaráðsfundi KEA á Akureyri í gærkvöld kynntu Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri, fulltrúaráðsfólki ýmis þau verkefni sem KEA hefur haft til umfjöllunar.
Benedikt kynnti stöðu mála varðandi Vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið, en sem kunnugt er kemur KEA af miklum þunga að fjármögnun þess samnings. Staða mála varðandi samninginn verður kynnt á fundi með fréttamönnum þann 2. desember nk.
Farið var yfir aðkomu KEA að ýmsum félögum, en með sölu á öllum hlutabréfum KEA í Kaldbaki eignaðist KEA 10% hlut í Samherja hf. fyrir 2.100 milljónir króna.
KEA á einnig hlut í MT-bílum í Ólafsfirði, Skinnaiðnaði á Akureyri, Baðfélagi Mývatnssveitar, Þekkingu á Akureyri, Norðlenska, Glukomed ASA á Húsavík (glúkósamínverksmiðja) og Gróðrarstöðinni Kjarna ehf. Þá hefur KEA tryggt Auðhumlu, félagi mjólkurframleiðenda, lánsfjármagn til þess að halda á meirihluta hlutabréfa í Norðurmjólk.
Til skoðunar er aðkoma KEA að Norðurskel í Hrísey, Haliotis á Hauganesi (félag sem hefur þróað eldi á sæeyrum), kísilduftverksmiðju í Mývatnssveit, X-Orku á Húsavík (í samvinnu við Útrás), Pharmarctica á Grenivík og Globodent á Akureyri (sem vinnur að þróun á tannfyllingum).
Menningar- og viðurkenningasjóður KEA afhendir styrki á hverju ári að upphæð 12-15 milljónir króna. Þá leggur KEA Háskólasjóði Háskólans á Akureyri til um 5 milljónir króna á ári, sem renna til fjölmargra rannsóknaverkefna innan HA. Önnur styrk- og stuðningsverkefni eru að andvirði 2-5 milljónir króna.
Af hálfu KEA eru í skoðun ýmis verkefni á sviði nýsköpunar og sama má segja um verkefni í samgöngumálum. Fram hefur komið að KEA hefur gefið vilyrði um allt að 100 milljónir króna til rannsókn á Vaðlaheiðargöngum og stofnunar framkvæmdafélags um göngin. Þá hefur KEA sömuleiðis lofað fjármögnun á rannsóknatækjum og að taka þátt í stofnun framkvæmdafélags um Norðurveg. Þá vinnur KEA að undirbúningsverkefni ásamt Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri varðandi hugsanlegt beint flug milli Akureyrar og áfangastaða í Evrópu.
Varðandi opinbera þjónustu hefur KEA haft forgöngu um að kanna möguleika á að á ákveðin verkefni opinberra stofnana Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar og Landhelgisgæslunnar - yrðu sett niður á Akureyri.
F jölmörg önnur verkefni voru nefnd á fulltrúaráðsfundinum á Akureyri í gærkvöld. Stjórnarformaður nefndi einnig að stjórn KEA muni á næstunni ræða og kalla eftir þátttöku fulltrúaráðs KEA varðandi áherslur í starfsemi félagsins og útfærslu á stefnumótun þess fyrir aðalfund á næsta ári.
Koma mun til skoðunar að breyta skipulagi félagsins, m.a. að taka hugsanlega upp deildaskiptingu og/eða staðsetja verkefni hjá sjálfstæðum sjóðum. Í stefnumörkuninni er ljóst að leggja verður áherslu á þjónustu við félagsmenn og
samninga um viðskiptakjör hjá skyldum og óskyldum aðilum. Gert er ráð fyrir að bjóða til sameiginlegs vinnufundar með stjórnun deilda í janúar/febrúar.
Þá er í skoðun að gera könnun meðal félagsmanna KEA og einnig meðal íbúa á félagssvæðinu varðandi afstöðu þeirra til félagsins almennt og hvaða væntingar félagsmenn og íbúar hafa til starfs félagsins, þátttöku KEA í fjárfestingum og að hvaða verkefnum KEA ætti að einbeita sér.
Í máli Andra Teitssonar kom fram að í dag fer út til félagsmanna bréf um starfsemi félagsins á síðustu vikum og mánuðum og með því eru annars vegar félagsmannatilboð í verslunum Samkaupa og hins vegar Tveir fyrir einn afsláttarmiði í Jarðböðin í Mývatnssveit.
Áhugaverðar umræður spunnust á fulltrúaráðsfundinum í gærkvöld. Skiptar skoðanir voru um hvort rétt væri að KEA ætti bundið svo mikið fé í Samherja hf.
Mikið var rætt um ímynd félagsins og kom fram sú skoðun að félagið þyrfti að vera sýnilegra en það er, fólk á félagssvæðinu hefði ranghugmyndir um starfsemi þess og kraft. Ímynd félagsins hefði beðið hnekki með sameiningu Kaldbaks við Burðarás, við þá sameiningu hefðu margir talið að þar með væri KEA endanlega úr sögunni.
Kom fram sú hugmynd nokkurra fundarmanna að miðla með reglulegum hætti upplýsingum um starfsemi félagsins í gegnum fréttabréf. Aðrir töldu að meiri þörf væri á að ná til unga fólksins á svæðinu og það væri best gert í gegnum auglýsingar í landsfjölmiðlum.