Fimm milljónum króna úthlutað úr Háskólasjóði KEA

Þann 26. apríl sl. staðfesti samstarfsnefnd KEA og Háskólans á Akureyri úthlutun úr Háskólasjóði KEA. Í nefndinni eru Þorsteinn Gunnarsson, rektor, Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA og Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Þórleifur S. Björnsson, starÞann 26. apríl sl. staðfesti samstarfsnefnd KEA og Háskólans á Akureyri úthlutun úr Háskólasjóði KEA. Í nefndinni eru Þorsteinn Gunnarsson, rektor, Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA og Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Þórleifur S. Björnsson, starfsmaður HA, er ritari nefnarinnar. Úthlutun úr sjóðnum var kynnt á menningarhátíð á Glerártorgi í dag. Alls bárust nítján umsóknir, samtals að upphæð 16,5 milljónir króna. Eftirtalin verkefni hlutu styrki að þessu sinni – samtals að upphæð kr. 5 milljónir. Rannsóknir á hverastrýtum í Eyjafirði – nýjar víddir, lífefnaleit, tækjabúnaður og sjódagar. Umsjónarmenn: Hjörleifur Einarsson, Arnheiður Eyþórsdóttir og Hreiðar Þór Valtýsson, auðlindadeild – kr. 1.500.000. Fóður úr vetni. Umsjónarmaður: Jóhann Örlygsson, auðlindadeild – kr. 500.000. Notkun lífvirkra efna í lúðueldi. Umsjónarmaður: Rannveig Björnsdóttir, auðlindadeild – kr. 500.000. Social workers constructing childhoods: a study of social workers perspectives and the implications for children. Umsjónarmaður: Elizabeth Fern, félagsvísinda- og lagadeild – kr. 200.000. Þáttur vinnsluminnis í hreyfanlegu umhverfi. Umsjónarmaður: Kamilla Rún Jóhannsdóttir, félagsvísinda- og lagadeild – kr. 500.000. Eru tengsl milli fyrirburafæðinga og tannholdsbólgu? Umsjónarmaður: Þórarinn J. Sigurðsson, heilbrigðisdeild – kr. 250.000. Margmiðlunarvefur um menningar- og atvinnusögu Eyjafjarðar. Umsjónarmenn: Sigrún Magnúsdóttir og Bragi Guðmundsson, upplýsingasvið og kennaradeild – kr. 300.000. Computational Cosmography Initiative. Umsjónarmaður: James Fredrick Nystrom, upplýsingatæknideild – kr. 500.000. Providing hybrid virtualized services within the Grid infrastructure. Umsjónarmaður: Syed Murtaza, upplýsingatæknideild – kr. 250.000. Fjölnýting jarðhita – útflutningur á heitu vatni. Umsjónarmaður: Bjarni Hjarðar, viðskiptadeild – kr. 500.000.