Fagráð fjalli um verkefni sem berast KEA svf.

Í drögum sem stjórn KEA hefur verið að vinna með að undanförnu er gert ráð fyrir að sérstakt fagráð sé umsagnaraðili þeirra verkefna sem berist Kaupfélagi Eyfirðinga svf. og kaupfélagsstjóri meti hæf til umsagnar. Í þessum drögum er við það miðað að fagráðið hafi það hlutverk að meta verkefni á grunÍ drögum sem stjórn KEA hefur verið að vinna með að undanförnu er gert ráð fyrir að sérstakt fagráð sé umsagnaraðili þeirra verkefna sem berist Kaupfélagi Eyfirðinga svf. og kaupfélagsstjóri meti hæf til umsagnar. Í þessum drögum er við það miðað að fagráðið hafi það hlutverk að meta verkefni á grunni arðsemi en í því mati felst umsögn og greining á viðfangsefninu s.s. næmnigreining umsögn um viðskiptahugmyndina/verkefnið og tillaga til stjórnar um hvort verkefnið sé áhugaverður fjárfestingakostur eða ekki. 5-10 í fagráði Við það er miðað að fagráð samanstandi af 5-10 aðilum sem valdir séu af stjórn félagsins. Þegar verkefni berist kaupfélagsstjóra og telji hann það hæft til umsagnar afhendir hann það þremur aðilum í fagráði. Áhersla er lögð á að aðilar í fagráði uppfylli öll almenn hæfisskilyrði auk þess að hafa sérþekkingu og/eða sérmenntum á einstökum hæfissviðum. Í drögum að vinnureglum fagráðs er tekið fram að stefnt skuli að því að þekking fagráðsins endurspegli sem flest svið atvinnulífsins. Að minnsta kosti einn aðili fagráðs skuli hafa sérþekkingu á sviði fjárfestinga og fjármála. Ef ástæða þykir til er gert ráð fyrir að unnt sé að leita umsagnar um ákveðin verkefni utan fagráðs. Slíkt á einkum við þegar verkefni berast þar sem mjög sértækrar sérfræðiþekkingar er þörf sem ekki telst fyrir hendi í fagráði.