Eiríkur S. Jóhannsson lætur af starfi kaupfélagsstjóra KEA

Bendikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA svf. ,  og Eiríkur S. Jóhannsson, fráfarandi kaupfélagsst…
Bendikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA svf. , og Eiríkur S. Jóhannsson, fráfarandi kaupfélagsstjóri KEA, á fundi með fréttamönnum á Akureyri í dag.
Eiríkur S. Jóhannsson hefur ákveðið að láta af starfi kaupfélagsstjóra KEA svf. og mun hann formlega tilkynna þetta á aðalfundi félagsins á Akureyri á morgun. Með þessu segist Eiríkur vilja undirstrika aðskilnað annars vegar samvinnufélagsins KEA og hins vegar fjárfestingarfélagsins Kaldbaks hf., enEiríkur S. Jóhannsson hefur ákveðið að láta af starfi kaupfélagsstjóra KEA svf. og mun hann formlega tilkynna þetta á aðalfundi félagsins á Akureyri á morgun. Með þessu segist Eiríkur vilja undirstrika aðskilnað annars vegar samvinnufélagsins KEA og hins vegar fjárfestingarfélagsins Kaldbaks hf., en sem stendur er Eiríkur bæði kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri Kaldbaks. Eiríkur S. Jóhannsson mun eftir sem áður hafa með höndum framkvæmdastjórn Kaldbaks. Á undanförnum árum hefur Kaupfélag Eyfirðinga gengið í gegnum viðamikið umbreytingarferli sem nú má segja að sé lokið. Stærsta sýnilega breytingin fólst í því að færa rekstur KEA yfir í hlutafélög og var þessi breyting formlega staðfest á framhaldsaðalfundi KEA fyrir réttu ári. Jafnframt var þá samþykkt að færa eignir og skuldir Kaupfélags Eyfirðinga yfir í eignarhaldsfélag og samvinnufélaginu KEA var markað nýtt hlutverk til framtíðar. Þessar breytingar eru nú orðnar staðreynd. Frá og með síðustu áramótum eru allar eignir Kaupfélags Eyfirðinga – samvinnufélags (KEA svf.) staðsettar í fjárfestingarfélaginu Kaldbaki og er samvinnufélagið stærsti einstaki eigandinn með um 47% eignarhlut. Næst kemur Samherji hf. með um 18% hlut og síðan Lífeyrissjóður Norðurlands með um 15% hlut og 20% hlutur er í eigu nær átta þúsund félagsmanna KEA, fyrrum eigenda A- og B-deilda KEA. Tvö félög – KEA svf. og Kaldbakur hf. Starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga, sem á sér 116 ára sögu, hefur færst yfir í tvö félög. Annars vegar samvinnufélagið KEA, sem er með öllu skuldlaust félag en á tæplega þriggja milljarða króna eignir, og hins vegar fjárfestingarfélagið Kaldbakur hf. KEA svf. hefur nú handbærar 580 milljónir króna, sem verður á næstu misserum varið til fjárfestinga og annarrar ráðstöfunar á félagssvæði sínu. Þungamiðjan í starfsemi KEA svf. verður stuðningur við atvinnustarfsemi á félagssvæðinu, sem að stærstum hluta er Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur. Félagið mun eignast hlut í fyrirtækjum og styðja þannig við nýsköpun í atvinnulífinu, auk þess sem eftir áður verður félagið öflugur bakhjarl menningarstarfsemi og mun leitast við að afla þúsundum félagsmanna sinna hagstæðra viðskiptakjara. Kaupfélagsstjóri í fjögur ár Eiríkur S. Jóhannsson var ráðinn kaupfélagsstjóri KEA árið 1998. Eiríkur segir að fyrir fjórum árum hafi verið lagt upp með ákveðið verkefni sem hann telji að nú sé í höfn. “Ég tel að þær breytingar á Kaupfélagi Eyfirðinga sem lagt var upp með fyrir fjórum árum séu nú farsællega í höfn. Á grunni 116 ára sögu Kaupfélags Eyfirðinga eru nú tvö mjög öflug félög, annars vegar fjárfestingarfélagið Kaldbakur og hins vegar KEA – samvinnufélag. Bæði hafa þessi félög afar mikilvægu hlutverki að gegna til framtíðar. KEA er síður en svo liðið undir lok. Í dag er þetta 8000 manna félag skuldlaust en á tæplega þriggja milljarða króna eign. Slíkt félag er ekki dautt. Þvert á móti eru í því fólgin ný sóknarfæri á félagssvæðinu, sem þó eru að nokkru leyti bundin því að félagsmenn taki virkan þátt í starfsemi félagsins. Nú þegar umbreyting Kaupfélags Eyfirðinga er á lokastigi tel ég eðlilegt að hætta sem kaupfélagsstjóri KEA svf. Með því er undirstrikaður aðskilnaður þessara félaga sem eiga sér sömu rætur en hafa töluvert ólík markmið. Kaldbakur hefur arðsemi að leiðarljósi, en KEA svf. mun taka þátt í fjárfestingum af ýmsum toga á félagssvæðinu og vinna að hagsmunum félagsmanna á öðrum sviðum,” segir Eiríkur S. Jóhannsson.