Deildarstjórn Þingeyjardeildar og fulltrúar á aðalfund KEA

Á deildarfundi Þingeyjardeildar á Hótel Húsavík í gærkvöld var kjörin deildarstjórn. Sigurður Pálsson, Lækjavöllum, lauk sínum kjörtíma og gekk úr stjórn, en í hans stað var kjörinn sem aðalmaður Erlingur Teitsson á Brún, sem áður var varamaður. Með honum í deildarstjórn eru Sigtryggur Vagnsson, deiÁ deildarfundi Þingeyjardeildar á Hótel Húsavík í gærkvöld var kjörin deildarstjórn. Sigurður Pálsson, Lækjavöllum, lauk sínum kjörtíma og gekk úr stjórn, en í hans stað var kjörinn sem aðalmaður Erlingur Teitsson á Brún, sem áður var varamaður. Með honum í deildarstjórn eru Sigtryggur Vagnsson, deildarstjóri, og Geir Árdal. Varamenn eru Arnór Erlingsson, Þverá og Jón Helgi Björnsson, Laxamýri. Fulltrúar Þingeyjardeildar á aðalfundi KEA svf. 30. apríl 2005 eru: Aðalmenn: Sigtryggur Vagnsson, Halldórsstöðum Jón Hermannsson, Hvarfi Erlingur Teitsson, Brún Sigurður Pálsson, Lækjavöllum Geir Árdal, Dæli Varamenn: Arnór Erlingsson, Þverá Dagur Jóhannesson, Haga 2 Á fundinum voru þeir Hreinn Hjartarson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur, og Bjarni Bjarnason frá Landsvirkjun með framsögu um stóriðjumál. Mjög fjörlegar og gagnlega umræður urðu um stóriðju- og virkjunarmál í kjölfarið.