Frá fundi Austur-Eyjafjarðardeildar í Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði sl. fimmtudagskvöld.
Á deildarfundi Austur-Eyjafjarðardeildar í Sveinbjarnargerði sl. fimmtudag var Benjamín Baldursson, Ytri-Tjörnum II kjörinn í deildarstjórn til þriggja ára, en með honum í deildarstjórn eru Páll Ingvarsson, Reykhúsum, deildarstjóri, og Þórsteinn Arnar jóhannesson, Bárðartjörn.
Fulltrúar á aðalfunÁ deildarfundi Austur-Eyjafjarðardeildar í Sveinbjarnargerði sl. fimmtudag var Benjamín Baldursson, Ytri-Tjörnum II kjörinn í deildarstjórn til þriggja ára, en með honum í deildarstjórn eru Páll Ingvarsson, Reykhúsum, deildarstjóri, og Þórsteinn Arnar jóhannesson, Bárðartjörn.
Fulltrúar á aðalfund KEA 30. apríl nk. voru kjörnir þau Páll Ingvarsson, Benjamín Baldursson, Árni Sigurlaugsson, Ómar Þór Ingason, Haukur Halldórsson, Guðný Sverrisdóttir og Þórsteinn Arnar Jóhannesson.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa spunnust fjörlegar umræður á fundinum um fjárfestingarmál í landbúnaði, kvóta- og jarðaverð o.fl. Þeir Hilmar Ágústsson, útibússtjóri KB-banka á Akureyri, og Sigurður Eiríksson, hagfræðiráðunautur hjá Bændasamtökunum, fluttu fróðleg erindi um þetta mál og spunnust afar áhugaverðar umræður út frá þeim.
Fundurinn var ágætlega sóttur og greinilegt að menn höfðu mikinn áhuga á þemaefni fundarins.