Deildarstjórn í Vestur-Eyjafjarðardeild og fulltrúar á aðalfund

Frá deildarfundi í Vestur-Eyjafjarðardeild í gærkvöld.
Frá deildarfundi í Vestur-Eyjafjarðardeild í gærkvöld.
Á deildarfundi í Vestur-Eyjafjarðardeild í Þelamerkurskóla í gærkvöld var kjrin deildarstjórn og fulltrúar deildarinnar á aðalfund. Kjörtímabili Öldu Traustadóttur á Myrkárbakka var lokið, en hún var endurkjörin til næstu þriggja ára. Með henni í deildarstjórn eru Guðmundur Heiðmann, Árhvammi, deildÁ deildarfundi í Vestur-Eyjafjarðardeild í Þelamerkurskóla í gærkvöld var kjrin deildarstjórn og fulltrúar deildarinnar á aðalfund. Kjörtímabili Öldu Traustadóttur á Myrkárbakka var lokið, en hún var endurkjörin til næstu þriggja ára. Með henni í deildarstjórn eru Guðmundur Heiðmann, Árhvammi, deildarstjóri, og Oddur Gunnarsson, Dagverðareyri. Varamenn eru Guðmundur Víkingsson, Garðshorni, og Hannes Gunnlaugsson, Ytri-Brekkukoti. Aðalfundarfulltrúar deildarinnar eru Guðmundur Heiðmann, Oddur Gunnarsson og Alda Traustadóttir og til vara Guðmundur Víkingsson og Hannes Gunnlaugsson. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fjölluðu Hreiðar Þór Valtýsson, forstöðumaður Hafró á Akureyri, og dr. Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, um hverastrýturnar í Eyjafirði og þær rannsóknir sem nú þegar eru hafnar á þeim, hvaða möguleikar kunni að gefast í ferðaþjónustu í tengslum við strýturnar o.fl.