30. mars, 2005
Deildarfundur í Vestur-Eyjafjarðardeild verður haldinn í Þelamerkurskóla mánudaginn 4. apríl kl. 20. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á fundinum fjallað um hverastrýturnar í Eyjafirði rannsóknir tækifæri í ferðaþjónustu o.fl.
Frummælendur verða Hreiðar Þór Valtýsson, forstöðumaður útibúDeildarfundur í Vestur-Eyjafjarðardeild verður haldinn í Þelamerkurskóla mánudaginn 4. apríl kl. 20. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á fundinum fjallað um hverastrýturnar í Eyjafirði rannsóknir tækifæri í ferðaþjónustu o.fl.
Frummælendur verða Hreiðar Þór Valtýsson, forstöðumaður útibús Hafrannsóknastofnunarinnar á Akureyri, og dr. Hjörleifur Einarsson, prófessor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
--------------------
Deildarfundur í Út-Eyjafjarðardeild verður í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju
þriðjudaginn 5. apríl kl. 20
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um atvinnusköpun við utanverðan Eyjafjörð ný tækifæri.
Frummælendur verða Kolbrún Reynisdóttir, Árgerði við Dalvík, sem fjallar um
framtíðarsýn ferðaþjónustu við utanverðan Eyjafjörð og Haraldur Ingi Haraldsson og Víðir Björnsson Norðurskel í Hrísey - en þeir fjalla um
kræklingarækt nýja möguleika í atvinnusköpun.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Fundirnir eru öllum opnir og er fólk hvatt til þess að fjölmenna og taka þátt í áhugaverðum umræðum.