Bókun stjórnar KEA um opinberar stofnanir kynnt á aðalfundi KEA

Frá aðalfundi KEA í dag í Ketilhúsinu. Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður, flytur skýrslu stjórn…
Frá aðalfundi KEA í dag í Ketilhúsinu. Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður, flytur skýrslu stjórnar. Nær á myndinni eru fundarstjórarnir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, og Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðurmjólkur, og Andri Teitsson, framk
Á aðalfundi KEA í dag, laugardaginn 30. apríl, kynnti Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður m.a. bókun stjórnar KEA frá 28. apríl sl. þar sem hún lýsti vilja til að taka þátt í undirbúningi og kostnaði við flutning opinberra stofnana og útvistun einstakra verkþátta á vegum ríkisstofnana og ráðuneytÁ aðalfundi KEA í dag, laugardaginn 30. apríl, kynnti Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður m.a. bókun stjórnar KEA frá 28. apríl sl. þar sem hún lýsti vilja til að taka þátt í undirbúningi og kostnaði við flutning opinberra stofnana og útvistun einstakra verkþátta á vegum ríkisstofnana og ráðuneyta til félagssvæðis KEA. Í bókun stjórnar KEA segir orðrétt: "Stjórn KEA fagnar sérstaklega ákvörðun sjávarútvegsráðherra að dreifa veiðieftirliti Fiskistofu til starfsstöðva á landsbyggðinni. Um leið óskar stjórnin eftir samstarfi við sjávarútvegsráðneytið varðandi flutning annarrar meginstarfsemi Fiskistofu til Akureyrar. Stjórnin lýsir vilja til að KEA standi straum af beinum kostnaði vegna flutnings lykilstarfseminnar – sem gæti numið 50-100 milljónum á næstu 4 árum. Stjórnin telur eðlilegt að ljúka slíku flutningsferli á árinu 2009 – samhliða þeirri breytingu sem verður gerð á veiðieftirliti stofnunarinnar eins og þegar hefur verið kynnt. Stjórn KEA óskar eftir viðræðum við sjávarútvegsráðherra um möguleika á að flytja lykilstarfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar og aðalaðsetur til Akureyrar. Lýsir stjórnin vilja til þess að KEA standi straum af sértækum undirbúningi og kostnaði við flutninginn. Stjórnin telur eðlilegt að ætla 4-6 ár til verkefnisins og leggur áherslu á að virkt samstarf takist við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og við Háskólann á Akureyri – með það að markmiði að stórefla hafrannsóknir og þekkingaröflun varðandi lífríki sjávar og afkomu og nýtingarþol nytjastofna. Stjórnin heitir á alþingismenn og forráðamenn í sveitarstjórnum að taka þátt í þessum verkefnum – sem jafnframt myndi efla möguleika sjávarútvegsbrautar auðlindadeildar Háskólans á Akureyri til að þróast og dafna um leið og auknir möguleikar sköpuðust til að sinna verkefnum á sviði sjávarútvegs og hafrannsókna frá fleiri byggðum á Norðurlandi. Stjórn KEA felur framkvæmdastjóra að kanna verðmæti og rekstrarforsendur Íslenskra orkurannsókna (ISOR). Samhliða telur stjórnin rétt að iðnaðaráðherra og einkavæðingarnefnd sé ritað bréf þar sem KEA óskar eftir viðræðum við fulltrúa ríkisvaldsins með kaup í huga. Um leið leggur stjórn KEA áherslu á að leitað verði víðtæks samstarfs við Háskólann á Akureyri, fjársterka aðila, orkuveitur og sveitarfélög á svæðinu – með það fyrir augum að leggja grunn að öflugum vísi að vísindagarði á sviði “orkutækni og orkunýtingar” sem komið yrði upp í tengslum við Háskólann á Akureyri. Markmið slíks samstarfs væri að flytja meginþætti starfsemi ISOR til Akureyrar og nágrannabyggða."