Benedikt Sigurðarson áfram formaður stjórnar KEA

Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, var annar tveggja fundarstjóra á aðalfundinum í gærk…
Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, var annar tveggja fundarstjóra á aðalfundinum í gærkvöld. Hinn fundarstjórinn situr næst púltinu, Guðný Sverrisdóttir. Við borðið situr einnig fráfarandi stjórn KEA.
Á aðalfundi KEA í gærkvöld voru staðfestar tillögur stjórnar að breytingum á samþykktum félagsins. Sjö menn eru í aðalstjórn KEA. Þrír þeirra voru á aðalfundi í fyrra kjörnir til tveggja ára, Soffía Ragnarsdóttir, Akureyri, Tryggvi Þór Haraldsson, Akureyri, og Þórhallur Hermannsson, Kambsstöðum. KÁ aðalfundi KEA í gærkvöld voru staðfestar tillögur stjórnar að breytingum á samþykktum félagsins. Sjö menn eru í aðalstjórn KEA. Þrír þeirra voru á aðalfundi í fyrra kjörnir til tveggja ára, Soffía Ragnarsdóttir, Akureyri, Tryggvi Þór Haraldsson, Akureyri, og Þórhallur Hermannsson, Kambsstöðum. Kjörtímabili hinna fjögurra stjórnarmanna lauk hins vegar núna og gáfu þeir allir kost á sér til endurkjörs –Benedikt Sigurðarson, Akureyri, Haukur Halldórsson, Þórsmörk á Svalbarðsströnd, Björn Friðþjófsson, Dalvík, og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Akureyri. Auk þeirra fjögurra var gerð tillaga á fundinum um Hannes Karlsson, Akureyri, sem aðalmann í stjórn. Því kom til stjórnarkjörs og í fyrstu umferð fékk Björn Friðþjófsson 67 atkvæði, Benedikt Sigurðarson 61 atkvæði, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir 49 atkvæði, Haukur Halldórsson 42 atkvæði og Hannes Karlsson 42 atkvæði. Kosið var síðan á milli Hauks og Hannesar og hlaut Hannes þá 35 atkvæði en Haukur 28. Í varastjórn voru kjörin Hallur Gunnarsson sem hlaut 36 atkvæði, Haukur Halldórsson, Þórsmörk, sem hlaut 35 atkvæði og Lára Stefánsdóttir, Akureyri, sem hlaut 35 atkvæði. Varpað var hlutkesti um röð varamanna og var niðurstaðan sú að Haukur er 2. varamaður og Lára 3. varamaður. Einnig voru í varamannskjöri Alda Traustadóttir, Myrkárbakka, sem fékk 33 atkvæði, og Guðmundur Ómar Guðmundsson, Akureyri, sem hlaut 28 atkvæði. Alda og Guðmundur Ómar náðu ekki kjöri í varastjórn. Að aðalfundinum loknum hittist nýkjörin stjórn á stuttum fundi og skipti með sér verkum. Benedikt Sigurðarson var einróma kjörinn formaður stjórnar, Björn Friðþjófsson varaformaður og Soffía Ragnarsdóttir ritari.