24. mars, 2004
Kaupfélag Eyfirðinga svf. auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun verður kynnt á aðalfundi félagsins í vor. Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til þriggja þátta:
a) Málefna, einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum áKaupfélag Eyfirðinga svf. auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun verður kynnt á aðalfundi félagsins í vor. Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til þriggja þátta:
a) Málefna, einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæði KEA. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og íþrótta og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu.
b) Ungra afreksmanna á sviði mennta, lista og íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek t.d. á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA.
c) Þátttökuverkefna á sviði menningarmála á félagssvæði KEA. Fagráð fjallar um umsóknir eða fyrirliggjandi hugmyndir samstarfsaðila og gerir tillögur til stjórnar um val á verkefnum
Styrkir eru veittir tvisvar á ári úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf.
Umsóknir um styrki og framlög úr sjóðnum skulu berast skrifstofu KEA í Hafnarstræti 91-95 á Akureyri á sérstökum eyðublöðum, sem þar eru til afhendingar. Einnig er unnt að nálgast umsóknareyðublað og fá allar upplýsingar um Menningar- og viðurkenningasjóð KEA svf. á heimasíðu KEA - www.kea.is Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2004.