Athyglisvert margmiðlunarverkefni um menningar- og atvinnusögu Eyjafjarðar

Fundur fulltrúa Háskólans á Akureyri og KEA með styrkþegum á Akureyri í dag.
Fundur fulltrúa Háskólans á Akureyri og KEA með styrkþegum á Akureyri í dag.
Bragi Guðmundsson, annar tveggja umsjónarmanna margmiðlunarverkefnis um menningar- og atvinnusögu Eyjafjarðarsvæðisins, eins af sjö verkefnum sem hlutu styrk úr Háskólasjóði KEA í dag, segir að þessi fjárstuðningur geri það að verkum að unnt sé að hefja vinnu við verkefnið. “Það má segja að rót þeBragi Guðmundsson, annar tveggja umsjónarmanna margmiðlunarverkefnis um menningar- og atvinnusögu Eyjafjarðarsvæðisins, eins af sjö verkefnum sem hlutu styrk úr Háskólasjóði KEA í dag, segir að þessi fjárstuðningur geri það að verkum að unnt sé að hefja vinnu við verkefnið. “Það má segja að rót þessa verkefnis liggi í verkefninu “Lífið í Eyjafirði, þar sem leitast var við að tengja saman húmanisma og náttúruvísindi hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Út úr því verkefni kom síðan viðamikil bók. Í þessu nýja margmiðlunarverkefni er hugmyndin að tengja saman menningu og atvinnulíf í Eyjafirði. Hver útfærslan verður, er ekki gott að segja, en við hugsum þetta út frá sveitarfélögum, t.d. horfum við til þess að safna saman myndefni og skipulagsuppdráttum fyrir alla þéttbýlisstaðina, frá Siglufirði í vestri til Grenivíkur í austri. Einnig yrði þarna að finna ítarefni um menningarsögu, þjóðsögur o.fl. Í verkefninu taka nokkrar stofnanir höndum saman. Ég er starfandi við kennaradeild HA en Sigrún er tengiliður við upplýsingatæknideild skólans, en við horfum til þess að virkja þekkingu fólks þar til þess að byggja upp hugbúnað fyrir verkefnið. Minjasafnið á Akureyri er aðili að verkefninu og sömuleiðis Héraðsskjalasafnið á Akureyri og Amtsbókasafnið á Akureyri. Við munum einnig leita liðsinnis Héraðsskjalasafnsins á Dalvík,” segir Bragi Guðmundsson Hann segir gert ráð fyrir því að vefurinn verði vistaður hjá Háskólanum á Akureyri, en nákvæmlega með hvaða hætti, liggur ekki fyrir. Auk stuðnings Háskólasjóðs KEA hefur verkefnið fengið styrk frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. “Við erum því komin með fjármagn til þess að hefja vinnuna af fullum krafti. Ég reikna með að við gefum okkur þrjú til fjögur ár í að vinna þetta verkefni,” segir Bragi.