Athyglisverðar umræður um sameiningu sveitarfélaga á deildarfundi

Hluti fundarmanna á deildarfundi KEA á Rimum í Svarfaðardal.
Hluti fundarmanna á deildarfundi KEA á Rimum í Svarfaðardal.
Fróðlegar umræður urðu um sameiningarmál sveitarfélaga á deildarfundi KEA á Rimum í Svarfaðardal í gærkvöld. Þar höfðu framsögu dr. Grétar Eyþórsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, og Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í ÓlafsFróðlegar umræður urðu um sameiningarmál sveitarfélaga á deildarfundi KEA á Rimum í Svarfaðardal í gærkvöld. Þar höfðu framsögu dr. Grétar Eyþórsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, og Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði. Dr. Grétar ræddi almennt um reynslu af sameiningu sveitarfélaga víða um land og leitaðist við að yfirfæra hana á hugsanlega sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði. Grétar gat þess að um margt væri það sameiningarmódel sem hefði verið keyrt í Fjarðabyggð, en þar voru sameinuð þrjú sveitarfélög í eitt – Neskaupstaður, Reyðarfjörður og Eskifjörður – ekki ósvipað því módeli sem kynni að verða til með sameiningu Dalvíkurbyggðar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Þurfum stærri sveitarfélög Skýrt kom fram hjá Valdimari Bragasyni að honum hugnast ekki sá kostur að sameina áðurnefnd þrjú sveitarfélög. Valdimar telur að nauðsynlegt sé að horfa til mun stærri sameiningar, stóra málið sé að mynda öflug sveitarfélög sem ríkið takið tillit til við ákvarðanatöku. “Við þurfum stærri heildir til þess að hafa áhrif. Það er mín skoðun að til þess að efla sveitarstjórnarstigið verði sveitarfélögin að vera miklu stærri en í dag. Með fullri virðingu fyrir Ólafsfirðingum og Siglfirðingum, þá er það mín skoðun að ekki sé nægilegt að sameina Ólafsfjörð, Siglufjörð og Dalvíkurbyggð í eitt sveitarfélag,” sagði Valdimar og gat þess að í Dalvíkurbyggð færu 10,8% skatttekna í félagsþjónustu, 66% í fræðslumál og 18,8% í íþrótta- og æskulýðsmál. Vilji Ólafsfirðinga Stefanía Traustadóttir segir að bæjarfulltrúar í Ólafsfirði hafi verið samstíga í sameiningarmálum. Þeir hafi viljað horfa til sameiningar þriggja sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð, en um það hafi ekki náðst samkomulag við hin tvö sveitarfélögin. Þess vegna hyggist bæjaryfirvöld taka þátt í þeirri könnun sem í vændum er á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga við Eyjafjörð. Í ljósi niðurstöðu sem út úr þeirri könnun komi muni Ólafsfirðingar síðan taka afstöðu til næsta skrefs. “Ólafsfirðingar vilja ekki láta stilla sér upp við vegg og velja um tvo sameiningarkosti. En Ólafsfirðingar gera sér jafnframt grein fyrir því að Ólafsfjörður mun í framtíðinni verða hluti af stærra sveitarfélagi,” segir Stefanía Traustadóttir. Sem fyrr segir voru umræður um sameiningarmálin afar fróðlegar og tóku margir fundarmanna virkan þátt í þeim. Ljóst er að þetta mál mun verða ofarlega á baugi á næstunni í umræðu meðal sveitarstjórnarmanna og alls almennings á svæðinu. Þess má geta að í burðarliðnum er sameining Akureyrar og Hríseyjarhrepps og er líklegt að kosið verði um þessa sameiningu samhliða forsetakosningum í júní nk., fari þær fram.