Leifur Eiríksson, framkvæmdastjóri Límmiða Norðurlands og Prenttorgs (t.v.) og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA og stjórnarformaður Ásprents Stíls, handsala samninginn um sameininguna, eftir að hafa skrifað undir.
Samningur um sameiningu Ásprents Stíls, Límmiða Norðurlands og Prenttorgs var undirritaður í gær. Undirritunin var gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og ætti hún að liggja fyrir innan fárra vikna.
Fyrirtækin Límmiðar Norðurlands ehf. og Prenttorg ehf. eru bæði í eigu Leifs EiríSamningur um sameiningu Ásprents Stíls, Límmiða Norðurlands og Prenttorgs var undirritaður í gær. Undirritunin var gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og ætti hún að liggja fyrir innan fárra vikna.
Fyrirtækin Límmiðar Norðurlands ehf. og Prenttorg ehf. eru bæði í eigu Leifs Eiríkssonar. Það fyrrnefnda hefur sérhæft sig í límmiðaprentun og skiltagerð en hið síðarnefnda í almennri prentþjónustu. Gert er ráð fyrir að fyrirtækin þrjú sameinist undir nafni Ásprents Stíls og að starfsemin verði öll undir einu þaki í Glerárgötu 28, þar sem Ásprent Stíll er til húsa.
Samkeppnishæft á landsvísu
Það er stefna Ásprents Stíls að stækka og efla fyrirtækið, bæði í kjarnastarfseminni sem og á nýjum sviðum, og þessi samningur er skref í þá átt, segir Halldór Jóhannsson, stjórnarformaður Ásprents Stíls.
Límmiðar Norðurlands eru eina fyrirtækið á sviði límmiðaprentunar utan höfuðborgarsvæðisins. Halldór segir að samhliða sameiningunni sé ætlunin að efla þá starfsemi til muna, meðal annars með tækjakaupum. Ásprent Stíll er fyllilega samkeppnishæft við stóru prentsmiðjurnar syðra í almennri prentþjónustu og nú einnig á þessu sviði. Við vonumst til að fá aukin verkefni í framhaldinu, bæði frá fyrirtækjum hér norðan heiða og ekki síður annars staðar af landinu, segir Halldór ennfremur.
Endurspeglar aukna samkeppni á prentmarkaði
Leifur Eiríksson, eigandi og framkvæmdastjóri Límmiða Norðurlands og Prenttorgs, segir að samningurinn endurspegli þá auknu samkeppni sem ríki á prentmarkaði. Ég er ánægður með þessa niðurstöðu og hlakka til að starfa í sameinuðu fyrirtæki, segir hann.
KEA á 70% hlut í Ásprenti Stíl, Einar Árnason prentsmiðjustjóri 20% og Ómar Pétursson framkvæmdastjóri 10%.