Andri Teitsson ráðinn framkvæmdastjóri KEA svf.

Andri Teitsson, 35 ára verkfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga – samvinnufélags og mun hann taka við því starfi fyrir aðalfund KEA í apríl nk. Andri hefur undanfarin fimm ár verið framkvæmdastjóri Þróunarfélags Íslands hf., en áður starfaði hann m.a. sem ráðgjafi hAndri Teitsson, 35 ára verkfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga – samvinnufélags og mun hann taka við því starfi fyrir aðalfund KEA í apríl nk. Andri hefur undanfarin fimm ár verið framkvæmdastjóri Þróunarfélags Íslands hf., en áður starfaði hann m.a. sem ráðgjafi hjá Kaupþingi Norðurlands hf. og var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Íslandsbanka á Akureyri. Hann hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, m.a. Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf., Opinna kerfa hf., Skýrr hf., Marels hf., Vaka-DNG hf., Hæfis hf., Hans Petersen hf. og Aco Tæknivals hf. Andri Teitsson er fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1986. Prófi í vélaverkfræði lauk hann frá Háskóla Íslands árið 1990 og mastersprófi í iðnaðarverkfræði frá Stanford-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 1991. Eiginkona Andra er Auður Hörn Freysdóttir og eiga þau þrjár dætur – fjórða barnið er væntanlegt í heiminn í janúar nk. Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks fjárfestingarfélags hf., lét af störfum sem kaupfélagsstjóri KEA að loknum aðalfundi félagsins í júní sl. Síðustu mánuði hefur dagleg umsýsla KEA verið í höndum starfsmanna Kaldbaks og stjórnarformanns KEA. Svo verður áfram þar til Andri Teitsson kemur til starfa á vordögum.