19. desember, 2002
Andri Teitsson, 35 ára verkfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga samvinnufélags og mun hann taka við því starfi fyrir aðalfund KEA í apríl nk.
Andri hefur undanfarin fimm ár verið framkvæmdastjóri Þróunarfélags Íslands hf., en áður starfaði hann m.a. sem ráðgjafi hAndri Teitsson, 35 ára verkfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga samvinnufélags og mun hann taka við því starfi fyrir aðalfund KEA í apríl nk.
Andri hefur undanfarin fimm ár verið framkvæmdastjóri Þróunarfélags Íslands hf., en áður starfaði hann m.a. sem ráðgjafi hjá Kaupþingi Norðurlands hf. og var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Íslandsbanka á Akureyri. Hann hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, m.a. Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf., Opinna kerfa hf., Skýrr hf., Marels hf., Vaka-DNG hf., Hæfis hf., Hans Petersen hf. og Aco Tæknivals hf.
Andri Teitsson er fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1986. Prófi í vélaverkfræði lauk hann frá Háskóla Íslands árið 1990 og mastersprófi í iðnaðarverkfræði frá Stanford-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 1991.
Eiginkona Andra er Auður Hörn Freysdóttir og eiga þau þrjár dætur fjórða barnið er væntanlegt í heiminn í janúar nk.
Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks fjárfestingarfélags hf., lét af störfum sem kaupfélagsstjóri KEA að loknum aðalfundi félagsins í júní sl. Síðustu mánuði hefur dagleg umsýsla KEA verið í höndum starfsmanna Kaldbaks og stjórnarformanns KEA. Svo verður áfram þar til Andri Teitsson kemur til starfa á vordögum.