Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri, ræðir við fundarmenn á deildarfundi Akureyrardeildar á Hótel KEA í gærkvöld.
Fyrsti deildarfundur KEA á þessu ári var í Akureyrardeild í gærkvöld á Hótel KEA. Á fundinum gerði Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri, grein fyrir afkomu KEA-samstæðunnar á síðasta starfsári og nokkrum viðamiklum verkefnum sem stjórnendur félagsins tókust á við á síðasta ári. Benedikt SigurðaFyrsti deildarfundur KEA á þessu ári var í Akureyrardeild í gærkvöld á Hótel KEA. Á fundinum gerði Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri, grein fyrir afkomu KEA-samstæðunnar á síðasta starfsári og nokkrum viðamiklum verkefnum sem stjórnendur félagsins tókust á við á síðasta ári. Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, gerði grein fyrir þeim miklu breytingum sem KEA hafi farið á gegnum á síðustu misserum og hvaða verkefni samvinnufélagið myndi fyrirsjáanlega takast á við á næstunni.
Sterkt félag
Eiríkur S. Jóhannsson gat þess að eitt af stóru verkefnum á síðasta ári hafi verið kaup Norðlenska á vinnslum Goða hf. Eiríkur dró ekki dul á að Norðlenska hafi staðið frammi fyrir töluverðum erfiðleikum í rekstri og menn hafi metið það svo að til lengri tíma litið myndu kaup á vinnslum Goða styrkja stöðu þess. Norðlenska tapaði 270 milljónum króna í fyrra og má rekja allt að helming þess rekstrarhalla til kaupa á Goða hf. Eiríkur sagði að nú þegar hefði komið í ljós verulegur ávinningur af þessum kaupum og hann kvaðst fullviss um að kaupin á Goða hefðu verið gæfuspor.
Eiríkur nefndi að töluverð vinna hefði farið í úrvinnslu á sameiningu Matbæjar og Samkaupa og rekstur Samkaupa hf. lofaði góðu.
Kaupfélagsstjóri gerði ítarlega grein fyrir Kaldbaki fjárfestingarfélagi og þeim samingi sem gerður hafi verið við Lífeyrissjóð Norðurlands og Samherja um aðkomu að félaginu. Eiríkur sagðist þess fullviss að Kaldbakur hefði mikinn slagkraft og til marks um það hefðu aðilar sýnt áhuga á kaupum á hlutabréfum í félaginu. Og um samvinnufélagið sagði Eiríkur að það væri sterkt félag. Skuldirnar væru engar, en eignir þess í Kaldbaki svf. mætti væntanlega meta á 2,5-2,8 milljarða króna. KEA er átta þúsund félagsmanna skuldlaust félag sem á verulegar eignir í hlutabréfum og öðrum verðbréfum, sagði Eiríkur og bætti við: Ég er ánægður með það sem við erum búnir að gera og ég bind vonir við að þessar aðgerðir skili öflugra mannlífi hérna á svæðinu, sagði Eiríkur S. Jóhannsson.
Mörg stór verkefni framundan
Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, segir vert að undirstrika að Kaupfélag Eyfirðinga sé að fara af stað með nýtt hlutverk. Benedikt útskýrði samþykktir KEA svf. og þær reglugerðir sem stjórn þess hefur lagt blessun sína yfir. Allar þessar samþykktir og reglugerðir hafa verið prentaðar í 27 síðna bæklingi sem var dreift á deildarfundinum í gærkvöld og fundarmenn á hinum fjórum deildarfundunum koma til með að fá í hendur.
Benedikt gat þess að stjórn KEA svf. hafi lýst vilja til þess að kaupa allt að 16% í Norðurmjólk, gegn sölutryggingu hlutabréfanna eftir 2-3 ár.
Þess er að vænta að fjölmargar umsóknir berist KEA varðandi fjárhagslega aðkomu að ýmsum verkefnum. Benedikt sagði að það myndi koma í hlut sérstaks fagráðs fjárfestinga að meta umsóknirnar og leggja sínar tillögur fyrir stjórn, sem síðan taki endanlegar ákvarðanir.
Stjórnarformaður KEA sagði að unnið væri að því að koma á fót fjárfestingarsjóði í Þingeyjarsýslum í samvinnu KEA og Sparisjóðs Þingeyinga og síðan væru bundnar vonir við að ríkið kæmi að málinu með fjármuni sem fengust við sölu á hlut ríkisins í Kísiliðjunni í Mývatnssveit.
Benedikt Sigurðarson sagði að stjórnar félagsins biðu mörg stór verkefni. Í fyrsta lagi þyrfti að ákvarða form á rekstri félagsins, skrifstofuhald og þjónustu við félagsmenn. Í annan stað þyrfti að festa stefnumótun félagsins í sessi og koma fjárfestingum í farveg sem og styrkveitingum úr Menningar- og viðurkenningarsjóði. Í þriðja lagi nefndi Benedikt að brýnt væri að ganga frá samningum um Kostakort, sem tryggði félagsmönnum hagstæð viðskiptakjör. Bendikt sagði það skoðun sína að góðir og hagstæðir samningar um Kostakortið væru eitt af lykilatriðum í að fjölga félagsmönnum í KEA. Menn yrðu að horfa til unga fólksins í því sambandi. Ná yrði hagstæðum afsláttarsamningum varðandi matvöru, byggingarvörur, olíuvörur og ýmsa aðra þjónustu.
Fimmtíu kjörnir á aðalfund KEA
Á fundi Akureyrardeildar í gærkvöld voru tveir kjörnir í deildarstjórn til þriggja ára Stefán Jónsson og Jón S. Arnþórsson. Varamenn til eins árs voru kjörnar Soffía Ragnarsdóttir og Hrefna G. Torfadóttir.
Aðalmenn í stjórn eru: Benedikt Sigurðarson, deildarstjóri, Bjarni Kristinsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Páll A Magnússon, Stefán Jónsson, Sigurlaug Gunnarsdóttir og Jón S Arnþórsson.
Og varamenn í stjórn eru Soffía Ragnarsdóttir og Hrefna G Torfadóttir.
Þá voru kjörnir fimmtíu fulltrúar Akureyrardeildar á aðalfund KEA 19. júní nk., en Akureyrardeild kýs 50 fulltrúa af 80 á aðalfund KEA 19. júní 2002 (eða 63% fulltrúa). Þessir voru kjörnir:
Benedikt Sigurðarson, deildarstjóri (sjálfkjörinn), Auður Þórhallsdóttir,
Arnheiður Eyþórsdóttir, Árni Steinar Jóhannsson, Árni Magnússon, Ásgeir Magnússon, Bjarni Gestsson, Bjarni Jónasson, Bjarni Kristinsson, Bragi Jóhannsson, Davíð Valsson, Eiríkur Jónsson, Guðmundur K. Gunnarsson, Guðmundur S. Jóhannsson, Gunnar Lorenzson, Gunnlaugur P. Kristinsson, Hákon Hákonarson, Hallur Gunnarsson, Haukur Gíslason, Hilmir Helgason, Hrefna Gunnhildur Torfadóttir, Ingvi Þór Björnsson, Jarþrúður Sveinsdóttir, Jóhannes Sigvaldason, Jón S. Arnþórsson, Jón Hallur Pétursson, Jónína Magnúsdóttir, Magnús Kristinsson,
Magnús Gauti Gautason, Ólafur Ásgeirsson, Ólafur Þ. Jónsson, Páll Hlöðvesson, Páll A. Magnússon, Ragnheiður Sigurðardóttir, Rögnvaldur Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigurður Jóhannesson, Sigurlaug Þ. Gunnarsdóttir,
Skúli Jónasson, Soffía Ragnarsdóttir, Stefán Jónsson, Tryggvi Þ Haraldsson,
Valgerður Kristjánsdóttir, Valtýr Sigurbjarnarson, Víkingur Þór Björnsson,
Unnur Hreiðarsdóttir, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson,
Þórarinn Kristjánsson, Þorsteinn Þorsteinsson
Varafulltrúar: (í þessari röð): Brjánn Guðjónsson, Ingibjörg Þórarinsdóttir, H. Óli Valdimarsson, Ásta Sigurðardóttir, Sveinbjörg K. Pálsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson
Borghildur Einarsdóttir, Þórarinn Halldórsson, Oddgeir Sigurjónsson, Gunnar St.Gíslason, Gísli Gíslason, Ásgrímur Tryggvason, Hjörleifur Hallgríms, Friðrik Sigþórsson, Ellert Gunnsteinsson, Árni Magnússon, Hannes Karlsson, Einar Björnsson, Hólmar Svansson og Eiríkur S. Jóhannsson.