Álver Alcoa til umræðu á hádegisverðarfundi 21. janúar

Næstkomandi þriðjudag, 21. janúar, kl. 12-13, efna KEA, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Íslandsbanki til hádegisverðarfundar á Fiðlaranum, Skipagötu 14, þar sem umræðuefnið verður væntanlegt álver Alcoa á Reyðarfirði. Gestur fundarins og ræðumaður verður Patrick Grover, framkvæmdastjóri umhverfisNæstkomandi þriðjudag, 21. janúar, kl. 12-13, efna KEA, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Íslandsbanki til hádegisverðarfundar á Fiðlaranum, Skipagötu 14, þar sem umræðuefnið verður væntanlegt álver Alcoa á Reyðarfirði. Gestur fundarins og ræðumaður verður Patrick Grover, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Alcoa og einn af þeim stjórnendum fyrirtækisins sem hafa komið að undirbúningi álversins á Reyðarfirði. Umræðuefni fundarins er: § Uppbygging umhverfisvæns álvers á Austurlandi. § Af hverju Ísland? § Hvernig á að gera álverið eins umhverfisvænt og kostur er? § Hvaða tækifæri felast í þessum framkvæmdum fyrir fyrirtæki í Eyjafirði? Að loknu framsöguerindi mun Patrick Grover svara fyrirspurnum. Aðgangseyrir á hádegisverðarfundinn er kr. 1.500 og er léttur hádegisverður þar innifalinn. Allir eru velkomnir á fundinn – skráning er hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 460 5700 eða í tölvupósti afe@afe.is