Almenn ánægja með útspil KEA

Á annað hundrað manns sóttu málþing sem KEA efndi til á undan aðalfundinum í gærkvöld.
Á annað hundrað manns sóttu málþing sem KEA efndi til á undan aðalfundinum í gærkvöld.
Almenn ánægja kom fram á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í gærkvöld með þá samþykkt stjórnar félagsins sl. þriðjudag þess efnis að stjórn félagsins lýsti vilja til þess að félagið leggi fram 150-200 milljónir króna árlega næstu fjögur ár til fjárfestinga og stuðningAlmenn ánægja kom fram á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í gærkvöld með þá samþykkt stjórnar félagsins sl. þriðjudag þess efnis að stjórn félagsins lýsti vilja til þess að félagið leggi fram 150-200 milljónir króna árlega næstu fjögur ár til fjárfestinga og stuðningsverkefna sem skiptast milli þeirra vaxtarkjarna sem skilgreindir eru í tillögum nefndar um Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð sem kynntar voru fyrir stuttu. Þeir sem til máls tóku um þessa samþykkt sögðu að KEA hefði með þessu útspili tekið mikilvægt frumkvæði af hálfu heimamanna og vonir væru við það bundnar að það myndi skila verulegum árangri. Vel var mætt á aðalfundinn, af 77 aðalfundarfulltrúum voru 75 mættir. Á undan aðalfundinum efndi KEA til málþins með yfirskriftinni: “Vaxtarsamningur fyrir Eyjafjarðarsvæðið – aðild KEA að nánari úrvinnslu og aðgerðum”. Framsögu hafði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Að framsöguerindi loknu voru pallborðsumræður. Ráðherra fagnaði mjög frumkvæði KEA í málinu og lýsti því að hún stefndi að því að umræddur vaxtarsamningur myndi liggja fyrir í júní. Yfir hundrað manns mættu á málþingið og voru umræður mjög fjörlegar og skemmtilegar. Almennt fékk skýrsla verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð góða umsögn, þótt efasemdir hafi komið fram hjá nokkrum fundarmönnum um hvort verkefnastjórnin hafi valið rétta klasa til að leggja áherslu á.