02. janúar, 2008
Eignarhaldsfélagið Akur sem KEA á 50% eignarhlut í hefur selt öll hlutabréf sín í hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu. Kaupendur eru starfsmenn auk annarra fjárfesta. Akur keypti félagið fyrir um 2 árum síðan og hefur rekstur félagsins breyst mikið til batnaðar síðan þá. Stefna er sérhæft hugbúnaðarfyrirtæki með megináherslu á netlausnir s.s. vefsíðugerð.