04. september, 2002
Á stjórnarfundi KEA svf. 29. ágúst sl. var samþykkt að vinna áfram að stofnun staðbundins fjárfestingarsjóðs í Þingeyjarsýslum. Á fundinum var borin upp eftirfarandi tillaga og samþykkt samhljóða:
Stjórnarformanni verði falið að vinna áfram að stofnun staðbundins fjárfestingarsjóðs í ÞingeyjarsýslÁ stjórnarfundi KEA svf. 29. ágúst sl. var samþykkt að vinna áfram að stofnun staðbundins fjárfestingarsjóðs í Þingeyjarsýslum. Á fundinum var borin upp eftirfarandi tillaga og samþykkt samhljóða:
Stjórnarformanni verði falið að vinna áfram að stofnun staðbundins fjárfestingarsjóðs í Þingeyjarsýslum í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Sparisjóð S-Þingeyinga. Einnig skuli leita samstarfs við sveitarstjórnir á svæðinu um leið og kallað verður eftir þátttöku ríkisvaldsins (iðnaðarráðherra og Byggðastofnun). Jafnframt er stjórnarformanni falið að leita samkomulags um útvíkkun á samstarfi um fjárfestingarsjóðinn Urðir þannig að samstarfið nái til alls svæðis Út-Eyjafjarðardeildar.