29. apríl, 2011
Aðalfundur KEA var haldinn í Menningarhúsinu Hofi þann 28. apríl.
Í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra kom fram að rúmlega 101 milljón króna hagnaður var á starfsemi félagsins á
síðasta ári og félagsmenn voru orðnir 17.355 í lok ársins. Sjö einstaklingar skipa aðalstjórn félagsins og var kosið um
þrjá þeirra til næstu tveggja ára. Jóhannes Ævar Jónsson og Hallur Gunnarsson voru endurkjörnir en Erla Björg
Guðmundsdóttir gaf ekki kost á sér og hlaut Guðlaug Kristinsdóttir kosningu í hennar stað. Í varastjórn til eins árs voru
kosnir Snæbjörn Sigurðsson, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Friðjón G. Jónsson.