Horft í vestur yfir Eyjafjörðinn og Akureyri. Myndin var tekin sl. vetur.
Það liggur fyrir ákvörðun um að deildafundir verða haldnir dagana 5.-12. júní og aðalfundurinn verður síðan haldinn á Akureyri miðvikudaginn 19. júní, segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA svf.
Eins og fram hefur komið hefur með nýjum samþykktum verið fækkað deildum í KEA úr 23 í 5. DÞað liggur fyrir ákvörðun um að deildafundir verða haldnir dagana 5.-12. júní og aðalfundurinn verður síðan haldinn á Akureyri miðvikudaginn 19. júní, segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA svf.
Eins og fram hefur komið hefur með nýjum samþykktum verið fækkað deildum í KEA úr 23 í 5. Deildirnar verða: Akureyrardeild, Út-Eyjafjarðardeild, Vestur- Eyjafjarðardeild, Austur Eyjafjarðardeild og Þingeyjardeild.
Á deildafundunum verður gerð grein fyrir efnahagi síðasta árs, en einnig og ekki síst verður kynn sú breyting sem hefur átt sér stað hjá KEA. Jafnframt verða stofnaðar þessar fimm nýju deildir, segir Benedikt. Rétt til setu á aðalfundi koma til með að hafa um 80 fulltrúar fyrir hverja 100 félaga í KEA er einn fulltrúi með atkvæðisrétt á aðalfundi, samkvæmt samþykktum félagsins sem voru staðfestar í desember á síðasta ári.