Á fimmtu milljón króna til þátttökuverkefna

Fulltrúar fimm af sex þátttökuverkefnum sem KEA styrkir að þessu sinni. Á myndina vantar fulltrúa Ka…
Fulltrúar fimm af sex þátttökuverkefnum sem KEA styrkir að þessu sinni. Á myndina vantar fulltrúa Karlakórs Akureyrar-Geysis, en frá vinstri eru Geir Garðarsson, fulltrúi Flugsafnsins á Akureyri, Hermann Óskarsson, fulltrúi Sögufélags Eyfirðinga, Magna Gu
Til sex svokallaðra þátttökuverkefna veitti Menningar- og viðurkenningasjóður KEA kr. 4.250.000. Hæstu styrki hlutu Flugfsafnið á Akureyri og Ferðafélag Akureyrar - ein milljón til hvors styrkþega. Flugsafnið á Akureyri er í hraðri uppbyggingu og nýtast þessir fjármunir til þess verkefnis, en stór Til sex svokallaðra þátttökuverkefna veitti Menningar- og viðurkenningasjóður KEA kr. 4.250.000. Hæstu styrki hlutu Flugfsafnið á Akureyri og Ferðafélag Akureyrar - ein milljón til hvors styrkþega. Flugsafnið á Akureyri er í hraðri uppbyggingu og nýtast þessir fjármunir til þess verkefnis, en stór áform eru uppi um þróun og uppbyggingu safnsins. Ferðafélag Akureyrar vinnur nú að fjárfreku verkefni í hálendismiðstöðinni við Drekagil í Ódáðahrauni, en þar er unnið að því að stórbæta aðstöðu ferðafólks. Önnur þátttökuverkerfni sem KEA styrkir að þessu sinni eru: Sögufélag Eyfirðinga - vegna útgáfu á Ábúenda- og jarðatali Stefáns Aðalsteinssonar kr. 500.000, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - vegna tónleikahalds kr. 500.000, Listasumar á Akureyri -vegna fjölbreyttrar dagskrár sumarið 2004 kr. 750.000 og Karlakór Akureyrar-Geysir - vegna útgáfu á geisladiski í tilefni 110 ára afmælis Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi kr. 500.000.