26. nóvember, 2004
Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA bárust 86 umsóknir að þessu sinni, en frestur til að skila inn umsóknum rann út þann 20. nóvember sl.
Úthlutað er tvisvar á ári úr Menningar- og viðurkenningasjóði. Að þessu sinni er úthlutað annars vegar til málefna, einstaklinga, félaga eða hópa sem vinnaMenningar- og viðurkenningarsjóði KEA bárust 86 umsóknir að þessu sinni, en frestur til að skila inn umsóknum rann út þann 20. nóvember sl.
Úthlutað er tvisvar á ári úr Menningar- og viðurkenningasjóði. Að þessu sinni er úthlutað annars vegar til málefna, einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæði KEA. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og íþrótta og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu.
Hins vegar er styrkjum úthlutað til afreksmanna á sviði mennta, lista, íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek t.d. á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA.
Af þeim 86 umsóknum sem bárust fyrir þessa styrkúthlutun eru fjórtán umsóknir sem falla undir síðarnefnda flokkinn þ.e. unga afreksmenn.
Styrkir verða tilkynntir fyrir jól, nánari dagsetning verður tilkynnt síðar.