Fulltrúar þátttökuverkefna í menningarmálum, sem hlutu styrki í dag, ásamt Andra Teitssyni, framkvæmdastjóra KEA, og Benedikt Sigurðarsyni, formanni stjórnar KEA.
Menningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkir nú á vordögum sjö aðila til svokallaðra þátttökuverkefna í menningarmálum. Styrkirnir eru samtals að upphæð 4,1 milljón króna. Einn fulltrú styrkþega, Guðmundur Árnason, formaður Gilfélagsins á Akureyri, sagði í dag þegar styrkirnir voru afhentir, að þesMenningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkir nú á vordögum sjö aðila til svokallaðra þátttökuverkefna í menningarmálum. Styrkirnir eru samtals að upphæð 4,1 milljón króna. Einn fulltrú styrkþega, Guðmundur Árnason, formaður Gilfélagsins á Akureyri, sagði í dag þegar styrkirnir voru afhentir, að þessi stuðningur KEA við menningarmál væri til fyrirmyndar og hann fullyrti að Listasumar á Akureyri væri ekki staðreynd nema fyrir það að KEA legði málinu lið með svo myndarlegum hætti.
Eftirtaldir aðilar fengu styrk að þessu sinni til þátttökuverkefna í menningarmálum:
Kúluskítshátíð í Mývatnssveit stuðningur við uppbyggingu hátíðarinnar 400 þúsund
Gilfélagið á Akureyri vegna Listasumars 2003 750 þúsund
Þórarinn Stefánsson, Akureyri útgáfa á menningardagatali í Eyjafirði 500 þúsund
Leikhúsið á Möðruvöllum hluti af stofnun Fræðsluseturs á Möðruvöllum - 750 þús.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands skólatónleikar fyrir grunnskólanemendur 1 milljón
Kirkjulistavika 2003 í Akureyrarkirkju Flutningur á Sálumessu Verdis 300 þúsund
Vignir Þór Hallgrímsson, myndlistarmaður á Dalvík 400 þúsund krónur.